Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 50

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 50
48 BREIÐFIRÐINGUR þess, er séð hafði Gunnbjörn Úlfsson, sá er fann Gunn- bjarnarsker. Vinir Eiríks höfðu leynt skipi hans undir skógi vöxnurn sjávarbakka meðan óvinirnir leituðu. Hann kvaddi svo land við Snæfellsjökul og kom að landi á Grænlandi nær jökli þeim, er Bláserkur heitir, og var hinn fyrsta vetur í Eiríks- ey. Hann sagði virium sínum í Breiðafirði, er hanrr kvaddi þá, að lrarrn mundi koma aftur til íslands. Og svo gjörði hann, þegar hann hafði dvalið í Eirrksey, Eiríksfirði og að Eiríkshólnum. Virðist hann kenna alla verustaði heiti sínu nerna landið sjálft. En þessi fyrsti norræni Ameríkumaður var forsjálli en hinn hatursfulli Hrafna-Flóki, sem r' reröi sinni gaf Islandi nafn, enda hafa lrklega áhrif þess þá þegar gjört vart við sig í ótta hjá þeim, sem aðeins þekktu nafnið, ekki larrdið. Hann nefndi land sitt Grænland, sem benti til gróðurs, vors og vona. Raunar var það að mestu blekking fram á þennarr dag, og er þó undur, livað auglýsingaskrumið gerir fljótlega vart við sig vestra. Eiríkur var aðeins einn vetur heima, en fór svo aftur til Grænlands og hyggði landið fyrstur og bjó í Bratta- lilíð. Þetta var 15 árum áður en Kristni var lögtekin á íslandi. En samt lét Þjóðhildur kona Eiríks byggja kirkju að bæ þeirra, og kostaði sú framkvæmd skilnað þeirra hjóna, eins og áður er sagt, svo að snemma gjöra vart við sig ólíkar skoðanir á kirkjubyggingum meðal íslendinga. En Þjóðhildarkirkja mun vera fyrsta kirkjan í Ameríku, og ættu Ameríkanar að muna það, er þeir reisa stórmennum

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.