Breiðfirðingur - 01.04.1966, Side 64
62
LREIÐFIRÐINGUR
— Jú, bæði mikil og erfið. Allt þurfti að jafna og máta,
saga sundur, kljúfa og meitla. — Langviður var sagaður
að endilöngu í syllur og langbönd.
Það var minni útborgun fyrir kotunga að kaupa reka-
við, og hann entist tvöfald á við útlendan trjávið, og annar
viður kom ekki til greina undir torfþök og í girðingar.
— Fórstu stundum margar ferðir á ári norður?
— Já, það kom fyrir að ég færi fleiri en eina. Árið
1936 flutti ég frá Miklagarði að Heinabergi á Skarðs-
strönd. Sú jörð hafði verið í eyði og þurfti því mjög að
taka til hendi við að byggja upp, girða og laga.
Það haust fór ég tvær ferðir norður og hafði son minn,
Kristin, þá tólf ára gamlan, með mér til hrossagæzlu og
snúninga. Fiskinn fékk ég þá á Smáhömrum, en viðinn í
Þorpum. Þessi seinni ferð varð mjög tafsöm og erfið. Lögð-
um við ekki á heiðina fyrr en seint um kvöld, en ekki þorði
ég að gista eða taka ofan, því nú gekk að með kafald og
hvassviðri og mátti þá eins búast við ófæru daginn eftir.
En ekki var öfundsvert að brjótast áfram í myrkri og
sorta með drögurnar og sá aldrei frá síðasta hestinum til
hins fremsta. En drengurinn dottaði syfjaður og uppgef-
inn fram á hnakk-hnúuna.
Við sigum samt jafnt og þétt áfram og þurftum ekki að
taka ofan fyrri en komið var suður á Olafsdalseyrar.
Þá var bóndi í Ólafsdal góðfrændi minn Sæmundur
Lárusson, vöktum við upp hjá honum klukkan 3 um nótt-
ina og fengum ágætar móttökur.
Næsta dag var komið frost og ófærð, og þóttist ég vel
hafa sloppið, þar eð hríðarveður næstu daga lokuðu leið-
um yfir fjallið með fisk og við.