Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 9
Jón Marinó Samsonarson
Göngukona á grýttri slóð
Aldraðir Hörðdælingar við lok liðinnar aldar mættu minnast
þeirrar konu sem forðum var mest ferðakona í Hörðudal.
Sama máli gegnir um fornminnuga Haukdæli, Laxdælinga og
Miðdælinga. Ætla má að sumum þeirra sé mynd göngukon-
unnar föst í huga, göngukonunnar rótlausu sem gekk bæ frá
bæ í misjöfnum veðrum og þræddi vegleysu og lítt lagða götu
á endalausu ferðalagi. Þetta var hennar svæði. Hún átti sér
stuttnefni sem allir notuðu þegar á hana var minnst; gekk
undir nafninu Þjóða. Hitt vissu aðeins kunnugir að hún hét
Þjóðhildur og var Þorvarðsdóttir frá Leikskálum í Haukadal,
dóttir hreppstjórans Þorvarðs Bergþórssonar og Kristínar Jónas-
dóttur. Færri voru samt þeir sem vissu eða leiddu hugann að
því sem þó mátti gruna að forðum daga var þessi gamla kona
blómleg yngismær og fríð sýnum; um það vitnar ljósmynd
ungrar konu sem býður af sér góðan þokka, þótt lítt sæi á síð-
ar, þegar einmanaleiki og óblíð ævikjör höfðu markað henni
svipmót. Þá var hún auðnulaus fyrir flestra sjónum.
Þjóðhildur fæddist 5. maí 1868 í fjölmenna fjölskyldu á Leik-
skálum í Haukadal í Dalasýslu. í manntali sem tekið var 1. okt
1870 er talið upp heimafólk á Leikskálum:1
Þorvarður Bergþórsson, aldur 35, bóndi, hreppstjóri og með-
hjálpari. Kristín Jónasdóttir, hans kona, ættuð utan af Skóga-
strönd.
Bergþór Sigurður Þorvarðsson, barn þeirra.
Jónas Jóhannes Þorvarðsson, eins.
Hallur Frímann Þorvarðsson, eins.