Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 12
10
BREIÐFIRÐINGUR
væri um tíma ráðskona hjá ónafngreindum, velstæðum manni
enskum í Yesturheimi sem leitaði ráðahags við hana, en hún
hafnaði.9
Hér verður ógreitt um ártöl, en trúlegt það hafi verið við
aldarlok eða síðast á öldinni sem leið að hreppstjóradótturinni
frá Leikskálum tóku að spinnast örlagaþræðir sem ekki reynd-
ust auðleystir.
Manntalsfróðleikur sem Eggert Th. Kjartansson sendi mér
og hann hefur úr sóknarmannatölum er örugg tímaákvörðun
svo langt sem hann nær. Þjóðhildur er skráð sem vinnukona í
Blönduhlíð í sóknarmannatölum 1888-1891, sem vinnukona á
Breiðabólsstað í Miðdölum 1891-1893, og sem vinnukona í
Blönduhlíð 1893-1895. 1895-1896 á Þjóðhildur manntals-
heimili á Hóli í Hörðudal og er þá fyrst skráð lausakona, en
þeim titli heldur hún í Dalasýslu, samkv. manntölum þar, nema
tvö síðustu æviárin sem hún er skráð gamalmenni.
Þjóðhildur er lausakona í Blönduhlíð 1896. 1897-1898 er
hún skráð á Leikskálum hjá föður sínum og síðari konu hans,
Höllu Jóhannesdóttur. Eftir það hverfur Þjóðhildur úr kirkju-
bókum Suðurdalamanna.
Líða svo allmörg ár að Þjóðhildar verður ekki vart í Dala-
sýslu þar til hún birtist 1905-1907 sem lausakona hjá Guð-
björgu systur sinni og Ólafi í Stóra-Skógi. Þaðan flytur hún þó
manntalsheimili, og 1907-1908 er Þjóðhildur skráð sem lausa-
kona á Skarfsstöðum í Hvammssveit. Ekki er vitað með vissu
hvað leiddi hana þangað, en Eggert Th. Kjartansson sem dreg-
ur þennan manntalsfróðleik saman lætur að því liggja í bréfi
til mín 23. apríl 1995 að skýringin kunni að vera kunnings-
skapur, þar sem svo vill til að fólk var á Skarfsstaðaheimilinu
ættað úr Suðurdölum. Þá er Þjóðhildur skráð vinnukona hjá
Kristvarði bróður sínum og Yilhjálmínu Ragnheiði á Leikskál-
um 1908-1909 og sem lausakona í Stóra-Skógi 1909. í lands-
manntali 1910 skýtur Þjóðhildi óvænt upp á Syðri-Reykjum í
Lágafellssókn í Kjósarsýslu á heimili þeirra hjóna Stefáns B.
Jónssonar og Guðnýjar Jóhönnu Sigfúsdóttur. Þar er Þjóða að-
komandi; í athugasemdum er heimili hennar gefið upp vestur í