Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
land er þó engin handbær heimild og verður það sem hér var
sagt að skoðast eins og hver annar heilaspuni sem auðvelt er
að slá fram og velta vöngum yfir, en dugir til engrar niður-
stöðu. Staðreyndin er að Þjóðhildur er til æviloka skrásett í
kirkjubækur Suðurdalamanna, lengst í Blönduhlíð, en þar er
Þjóða skrifuð allt til 1946; í Hlíð í Hörðudal hafði Þjóða
heimili 1947-1951; í Víftlsdal 1951-1953; þá aftur í Hlíð, og
þar lauk Þjóðhildur sérstæðum æviferli. Hún lést í Hlíð í Hörðu-
dal 5. júní 1953 hjá Gesti Jósefssyni og Ólafíu Jónsdóttur, og
var þá lokið langri gönguferð.
A síðustu áratugum 19. aldar tók sig upp fjöldi fólks og fór
til Ameríku sem kunnugt er. Astæður voru margar og mis-
munandi, og er þó vitanlegt að flestir flýðu landþrengsli, vetr-
arhörkur, ógæftir og önnur harðindi sem þjökuðu landsmenn
svo, að við lá mannfelli, en fleira kom til sem færra er vitað um.
Jónasfrá Skógskoti
Arið 1899 fór ungur og glæsilegur maður til Vesturheims,
Jónas Jónsson frá Skógskoti í Miðdölum, frændi Þjóðhildar
Þorvarðsdóttur, að ég hygg, í móðurætt, f. 1877. Jónasi er svo
lýst að hann var meðalmaður að vexti, bjartur yfirlitum, snar í
hreyfingum, fríður sýnum og vingjarnlegur í viðmóti, skáld-
mæltur og skemmtinn. Hann lagði leið um álfu þvera yfir
fjöllin illkleif, vestur að Kyrrahafi til rnóts við Guðríði systur
sína sem fór til Ameríku 1887 og settist að á Kyrrahafsströnd
með manni sínum, Eirrki Amasyni (Anderson), á Point Ro-
berts í Washington ríki norðarlega á Kyrrahafsströnd Banda-
ríkjanna.
Þjóða í Ameríku
Þjóðhildur Þorvarðsdóttir réðst í Vesturheimsför og var nokk-
ur ár í Amneríku. Svo mikið er víst. Hitt leikur á tveim tung-
um hve mörg árin urðu í Vesturheimi, sumir ætla fimm, aðrir