Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 15
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ
13
nefna þrjú; enn aðrir telja þau átta. Skjalleg gögn gætu bent til
þess að Ameríkuár Þjóðhildar hefðu verið sex eða jafnvel sjö.
Hún er farin úr Suðurdölum 1899 og hefur ekki fundist á
landinu í vélrituðu manntali 1901 þrátt fyrir nokkra leit, lík-
legast að hún hafi verið erlendis 1899-1905, þegar henni skýt-
ur upp í Stóra-Skógi hjá Guðbjörgu systur sinni.
Hugleiðingar um ferðir Þjóðhildar í Ameríku yrðu skáld-
skapurinn einber. Enginn veit hvar hún þvældist um í Vestur-
heimi og ekki veit ég með neinni vissu hvers hún leitaði þar
vestra. Ameríkuförin er leyndarmál sem gamla konan tók með
sér í gröfina og verður ekki opinbert, nema nýjar heimildir
komi til. Hér læt ég hugkvæmum lesendum eftir að fylla upp í
eyður með skáldlegu hugarflugi, og ætla ekki að taka þá
ánægju af neinum.
Jónas J. Middal
Jónas Jónsson frá Skógskoti settist að í Ameríku og hét þá
Jónas J. Middal á vesturheimska vísu. Sagt er að hann ynni
átta fyrstu árin á ýmsum stöðum á Ströndinni, en settist um
kyrrt í Seattle með konu sinni, Mildríði Sigfúsdóttur sem hann
gekk að eiga 1907. Jónas var vel látinn og hefur fengið bestu
eftirmæli, vel gefinn, viðræðugóður og félagslyndur.11
Það var altalað að ég hygg, þótt hvergi sé skjalfest, að
Þjóðhildur frá Leikskálum færi til Ameríku í leit að kunningja
sínum sem þangað var farinn, og er Jónas Jónsson frá Skógs-
koti nefndur til.12 Á því kann ég engin frekari skil, enda ekki
einu sinni vitað með fyllstu nákvæmni hvenær Þjóðhildur
lagði upp í örlagaríka Vesturheimsför þeim mun síður að ann-
að sé vitað með vissu.
Eggert Th. Kjartansson, sem kannað hefur kirkjubækur og
manntöl úr Dalasýslu skrifar mér, að Þjóðhildur sé ekki skráð
þar í sýslu í manntali 1901, en komi síðast fram sem hann hafi
fundið í sóknarmannatali 1898, skráð á Leikskálum sem lausa-
kona; í sóknarmannatölum Suðurdalamanna 1899 finnist hún