Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 17
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ
15
Um heimkomu Þjóðhildar er flest á huldu engu síður en
brottför hennar til Ameríku.
Kristín Kristvarðsdóttir skrifar hér eftirfarandi um ástæður
heimferðar Þjóðhildar og kynni sín af henni:
„Samband hefur verið milli Jónasar og Þjóðhildar eftir að
hún kom vestur um haf, þar sem mörg kort voru frá honum í
kortabunka, sem eftir hana var og einnig mynd af þeim hjón-
um. Tel ég þetta hafa verið vinakveðjur og frændasamband.
í bréfi frá vinkonu Þjóðu í Ameríku skrifað 10. jan. 1910
kemur fram, að Þjóða hafi farið heim vegna óyndis vestan
hafs. Heimþráin hefur verið afar sterk. Hér skrifa ég kafla úr
bréfi þessu:
Ég er glöð að þér líður bærilega eftir kringumstæðum. Samt
finnst mér megi lesa það á bak við línur í bréfi þfnu að þú
værir ekki fráleit því að bregða þér vestur um haf aftur og
mun ég hafa sagt þér það að sæl yrðir þú um tíma heima, en
svo eftir á þegar maður þekkir lífið hér þá fer maður að bera
það saman og heima þá verður alltaf ofan á að hér verður
betra meira kaup og líðan.
Síðar í bréfinu:
Ég vil ekki eggja þig á að koma, frá mínu brjósti, en ef þig
langar sjálfa, þá taktu þig upp og komdu, vertu velkomin í
landahópinn aftur, skoðaðu ævinlega björtu hliðina þá líður
þér vel. Kastaðu öllum dimmum skuggum frá þér og láttu
þá ekki komast að. Vertu glöð og kát, það léttir svo ef eitt-
hvað er sem manni finnst að blási á móti. Vilborg!
Ég á góðar minningar frá Þjóðhildi frænku, er hún dvaldi um
stundarsakir í Stóra-Skógi helst á vetri til hjá systur sinni
Guðbjörgu og manni hennar Ólafi. Það var alla tíð kært með
Þjóðu og öllum hennar systkinum. Ég man hana við tóvinnu
og svo við lestur helst í guðsorðabókum. Hún átti líka enskar
námsbækur. Hún var mér afar góð, fór með ljóð og vísur, átti
mikið af þeim skrifuð á blöðum.
Þjóða gat verið kát og grínsöm, þegar vel lá á henni. Ég