Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
man hvað mér fannst gaman að heyra hana tala ensku við
Gústaf Olafsson sem þá var í námi í Reykjavík og fékk Þjóðu
til að tala við sig ensku er hann var heima um tíma. Að þessu
var gaman og hlógum við dátt.“
Þjóða á Islancli aftur
Heimkomin var Þjóðhildur ekki söm sem fyrr, sögðu menn,
og þótti hún sérleg það sem eftir var ævi, á stanslausri göngu
og hafði skamma viðdvöl hvar sem hún kom. Eirðarleysi ein-
kenndi Þjóðu og kæruleysi í klæðaburði, svo mikið, að ekki
þýddi að gefa henni góða flík, og ekkert fékk hún sér. Þá var
áberandi ótti hennar við karlmenn sem þótti varla einleikið
enda var Þjóða ekki lrkleg til að vekja upp girndir eða líkams-
losta karlmanna
Fór ekki hjá því að litið yrði á karlmannsfælni Þjóðhildar
sem sjúklega meinloku. Hún þáði samfylgd unglinga og
kvenna sem hún lét bera pinklana spöl og spöl, en varla voru
veður svo hörð að hún gengi ekki ein fremur en slást í för með
karlmanni, og ekki fór hún eitt einasta fet með ógiftum manni.
Þeim kom hún hvergi nærri.
Það er mér sagt til marks um andúð Þjóðu eða viðbjóð á
karlmönnum að leið hennar lá einu sinni sem oftar yfir óbrú-
aða á. Áin var í vexti, og lá nærri að árstraumurinn hrifi þessa
lágvöxnu og margdúðuðu konu með sér og færði í kaf. Þá
vildi svo til að piltur stóð á bakkanum andspænis. Hann sá
hvað verða vildi og hafði engin umsvif, skellti sér þegar í stað
í ána og bar Þjóðu í land. Gamla konan gekk leiðar sinnar í átt
til næsta bæjar. Ekki fylgir það sögunni að Þjóða legði hatur á
piltinn, en þakkir fékk hann ekki.15
Fleira var sagt af sérviskunni í Þjóðu, sumt fyrir misskiln-
ing. Eitt var það að hún þoldi ekki hrossakjöt, og fóru sögur af
því að hún hefði borðað hrossakjöt í góðri trú og líkað vel, en
gengið afsíðis, þegar upp komst og kastað upp. Þarf ekki að
efa að slíkt hefur komið fyrir fleiri, svo mjög sem fólki á aldur