Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 25

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 25
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ 23 og varð fólki starsýnt á kerlinguna þar sem hún gekk milli bæja með pjönkur sínar og pinkla. Það var altalað að þannig hefði Þjóða komið heim frá Ameríku, og var ekki laust við að kæmist inn hjá okkur unglingunum eða vaknaði sú hugmynd að þessu líkt yrði þeim sem færu til Ameríku, að þeir kæmu heim undarlegir á einhvern hátt og sérsinna. Þjóða lést í Hlíð í Hörðudal 5. júní 1953, sem fyrr sagði, síðust lausakvenna í Suðurdölum, fulltrúi þeirrar stéttar sem mátti sín einna minnst á íslandi á síðari öldum, en setti umtalsverðan svip á samfé- lagið í öllum einmanaleika sínum. Sitthvað er gæfa og gervi- leiki kynnu sumir að segja um Þjóðhildi, hreppstjóradóttur frá Leikskálum, og skyldu menn þó láta sér hægt að dæma um gæfu og lífsfyllingu annarra manna, ekki síst þeirra sem fara ótroðnar slóðir. Þetta litla sem Þjóða fékk fyrir vinnu sfna nægði henni; hún hafði nóg fyrir sig að leggja, bað aldrei um sveitarstyrk, og fékk engan, en réði sínum ferðum sjálf. Þjóða átti dálitla innistæðu í Sparisjóði Dalasýslu sem hún jók við smám saman. Á þeim árum var Sparisjóður Dala- manna í Ásgarði í Hvammssveit, í vörslu Jens Bjamasonar. Bróðir hans Ásgeir Bjarnason síðar alþingismaður minnist þess að Þjóðhildur kom endrum og sinnum að Ásgarði til að leggja peninga inn á sparisjóðsbók og gisti stundum. Sparisjóðsbókina geymdi Þjóða sjálf að sögn Ásgeirs, og er honum minnisstætt hversu vel hún var varin. Fyrst var bókin vafin blöðum, síðan léreftsdulu, síðan var hún sett í skinn- poka, en að síðustu var hún í prjónasokk. Svo var allt varð- veitt í skjóðu sem Þjóða skildi helst aldrei við sig á ferða- lögum. Þjóða kom með rútu og fór með rútu, og Júlíus bíl- stjóri tók pinkilinn af henni og henti aftur í skott, en þá var gömlu konunni ekki rótt, því hún svaf með skjóðuna undir koddanum sínum. Viðurkenningu eða verðlaun fyrir störf sín fékk Þjóða einu sinni á ævinni sem vitað er, frá Búnaðarfélagi íslands. Það átti sér aðdraganda sem var bréf til Búnaðarfélagsins, svohljóð- andi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.