Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 25
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ
23
og varð fólki starsýnt á kerlinguna þar sem hún gekk milli
bæja með pjönkur sínar og pinkla. Það var altalað að þannig
hefði Þjóða komið heim frá Ameríku, og var ekki laust við að
kæmist inn hjá okkur unglingunum eða vaknaði sú hugmynd
að þessu líkt yrði þeim sem færu til Ameríku, að þeir kæmu
heim undarlegir á einhvern hátt og sérsinna. Þjóða lést í Hlíð í
Hörðudal 5. júní 1953, sem fyrr sagði, síðust lausakvenna í
Suðurdölum, fulltrúi þeirrar stéttar sem mátti sín einna minnst
á íslandi á síðari öldum, en setti umtalsverðan svip á samfé-
lagið í öllum einmanaleika sínum. Sitthvað er gæfa og gervi-
leiki kynnu sumir að segja um Þjóðhildi, hreppstjóradóttur frá
Leikskálum, og skyldu menn þó láta sér hægt að dæma um
gæfu og lífsfyllingu annarra manna, ekki síst þeirra sem fara
ótroðnar slóðir.
Þetta litla sem Þjóða fékk fyrir vinnu sfna nægði henni; hún
hafði nóg fyrir sig að leggja, bað aldrei um sveitarstyrk, og
fékk engan, en réði sínum ferðum sjálf.
Þjóða átti dálitla innistæðu í Sparisjóði Dalasýslu sem hún
jók við smám saman. Á þeim árum var Sparisjóður Dala-
manna í Ásgarði í Hvammssveit, í vörslu Jens Bjamasonar.
Bróðir hans Ásgeir Bjarnason síðar alþingismaður minnist
þess að Þjóðhildur kom endrum og sinnum að Ásgarði til að
leggja peninga inn á sparisjóðsbók og gisti stundum.
Sparisjóðsbókina geymdi Þjóða sjálf að sögn Ásgeirs, og er
honum minnisstætt hversu vel hún var varin. Fyrst var bókin
vafin blöðum, síðan léreftsdulu, síðan var hún sett í skinn-
poka, en að síðustu var hún í prjónasokk. Svo var allt varð-
veitt í skjóðu sem Þjóða skildi helst aldrei við sig á ferða-
lögum. Þjóða kom með rútu og fór með rútu, og Júlíus bíl-
stjóri tók pinkilinn af henni og henti aftur í skott, en þá var
gömlu konunni ekki rótt, því hún svaf með skjóðuna undir
koddanum sínum.
Viðurkenningu eða verðlaun fyrir störf sín fékk Þjóða einu
sinni á ævinni sem vitað er, frá Búnaðarfélagi íslands. Það átti
sér aðdraganda sem var bréf til Búnaðarfélagsins, svohljóð-
andi: