Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 27
GÖNGUKONA Á GRÝTTRI SLÓÐ
25
Reykjavík 30. okt. 1945. Samkvæmt ósk Þjóðhildar Þor-
varðardóttur að Blönduhlíð í Hörðudalshreppi í Dalasýslu,
leyfi eg mér hérmeð vinsamlegast að fara þess á leit við
Búnaðarfélag íslands, að það við næstu úthlutun vinnuhjúa-
verðlauna sjái sér fært að veita henni viðurkenningu (verð-
laun) fyrir langa og dygga þjónustu sem hjú annara alla sína
starfsæfi eins og meðfylgjandi vottorð sóknarprests Suður-
dalaþingaprestakalls staðfestir.
Eg vil geta þess að Þjóðhildi mundi vera það mjög kær-
komið að fá hina nýju sálmabók.
Virðingarfyllst Magnús Guðmundsson.
Bréf sóknarprests sem hér er vísað til, séra Olafs Olafssonar,
er dagsett á Kvennabrekku 10. sept. 1945. Séra Ólafur vottar
að Þjóðhildur Þorvarðsdóttir hafi alla ævi verið vinnuhjú
annarra.22
Sálmabókina sem farið er fram á í bréfi Magnúsar Guð-
mundssonar fékk Þjóðhildur frá Búnaðarfélagi Islands með
gullinni áletrun, og hefur Þjóðu vonandi þótt vænt um. Bókin
er í eigu Kristínar Kristvarðsdóttur, en hún fékk þennan ævi-
starfsverðlaunagrip frænku sinnar að erfðum með fleiri bókum
og nokkru safni ljósmynda og korta sem Þjóða hélt saman og
lét eftir sig. Hluti bókanna varð eftir fyrir vestan í vörslu
sýslumanns, Þorsteins Þorsteinssonar.
A bréfritarann Magnús Guðmundsson get ég einungis gisk-
að. Hann þekkir eitthvað til, er kunnugur Þjóðu eða öðrum
sem hana þekkja. Bréfið er skrifað í Reykjavík, og liggur
nærri að leita bréfritara í röðum brottfluttra Dalamanna. Einna
líklegastur til bréfaskrifta væri Magnús Guðmundsson frá
Skörðum, starfsmaður hjá Búnaðarfélagi Islands um eitt
skeið.23
Mætti ætla að lokið væri að segja frá Þjóðu það sem um
hana verður vitað með nokkurri vissu að svo stöddu, og er þó
eftir að skýra frá því sem mér kom einna mest á óvart og
kynni að lýsa Þjóðu betur en annað það sem úr gleymsku
verður grafið, að þessi einstæða kona, umkomulausust allra að