Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 32
Tómas R. Einarsson:
s
Ihaldssamur bardagaklerkur
Sitthvað um séra Friðrik Eggerz
Ein af forvitnilegri endurminningabókum íslenskum er saga
þeirra feðga, Eggerts Jónssonar prests á Ballará á Skarðs-
strönd í Dalasýslu og sonar hans, Friðriks Eggerz, prests í
sömu sveit. Hún var skrifuð af Friðriki á áttunda áratugi 19.
aldar og þá titluð Samtíningur um Bjarna Pétursson og afkom-
endur hans, en fyrst prentuð og gefin út í tveimur bindum árin
1950 og 1952, og þá kölluð Urfylgsnumfyrri aldar.
Fyrstu línur bókarinnar sverja sig í ætt við fomsögumar:
„Það er upphaf að þessum sögnum, að Bjarni hét maður
Pétursson, bónda á Tjaldanesi, Bjarnasonar sýslumanns á Stað-
arhóli, er talinn var með lærðustu mönnum á sinni tíð, Péturs-
sonar sýslumanns, Staðarhóls-Pálssonar, sýslumanns, Jóns-
sonar, Magnússonar á Svalbarði" - og þannig áfram um hríð
uns endað er á „Haukssonar, Helgusonar vænu, en hún var
dóttir Þorsteins á Borg Egilssonar“ - og þar erum við komin
að Agli Skallagrímssyni. Séra Jón Guðnason, sem hafði um-
sjón með útgáfu bókarinnar, segir í athugasemd neðanmáls:
„Hinir síðari liðir þessarar ættfærslu byggjast ekki á áreiðan-
legum heimildum“. í þeim punkti sver þessi ættfærsla sig
einnig í ætt við fornsögurnar.1'
Fremst í fyrra bindi er sagt frá Bjarna Péturssyni stórbónda
á Skarði á Skarðsströnd á fyrri hluta átjándu aldar, en annars
er hér um að ræða allýtarlega ævisögu Eggerts Jónssonar og