Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 33
ÍHALDSSAMUR BARDAGAKLERKUR
31
Friðriks sonar hans. Bókina mætti einnig nefna varnarskjal, til
þess ritað að halda á lofti sjónarmiðum þeirra feðga, en segja
má um líf þeirra beggja að það hafi verið því sem næst einn
óslitinn málarekstur. Málstaður fjandmanna þeirra, sem oftast
voru Skarðverjar, naut á sínum tíma heldur meiri skilnings,
jafnt á meðal valdamanna sem almennings, og því nokkuð
ljóst að séra Friðrik Eggerz hefur með ritinu viljað rétta hlut
þeirra feðga. Frásagnir af deilum og málarekstri taka þar all-
mikið rúm, og hefði ritið ekki haft annað að geyma myndi það
tæpast hafa vakið mikinn áhuga. Það sem hins vegar gerir
bókina forvitnilega er sú aldarfarslýsing sem endurminning-
arnar hafa að geyma.
Faðir Friðriks, Eggert Jónsson, missti föður sinn ungur og
flutti móðir hans með börnin að Búðardal á Skarðsströnd, þar
sem þá bjuggu Magnús Ketilsson sýslumaður og kona hans
Ragnhildur Eggertsdóttir, en hún var föðursystir Eggerts.
Fyrstu málaferli Eggerts tengdust föðurarfi hans, en hann taldi
að Magnús sýslumaður hefði hlunnfarið móður hans og þau
systkinin. Meðal annars mun Eggerti hafa sárnað að fá ekki í
sinn hlut höfuðbólið Skarð á Skarðsströnd. Það fékk hins
vegar Skúli, sonur Magnúsar sýslumanns og Ragnhildar. Er