Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
ekki ólíklegt að það hafi hjálpað til að vekja þann fjandskap
milli Eggerts og mágs hans, Skúla, sem síðar varð að linnu-
lausu stríði og náði síðar til Kristjáns, sonar Skúla, og Frið-
riks, sonar Eggerts.
Málarekstur sinn út af föðurarfinum hóf Eggert Jónsson um
tvítugsaldar, en nokkrum árum síðar, eða 1799, var gerð sátt í
málinu og gifti Magnús sýslumaður Eggerti dóttur sína Guð-
rúnu, en þau voru systkinaböm. Mun þá Eggert hafa hægt á
málarekstrinum gegn Magnúsi, sem var orðinn tengdafaðir hans.
En ófriðurinn milli prestanna Eggerts og Friðriks og sýslu-
mannanna Skúla og Kristjáns stóð samtals í meira en hálfa
öld, með stuttum hvíldum.
Um ömmu séra Friðriks
Friðrik segir á einum stað frá föðurömmu sinni, Gunnhildi
Hákonardóttur, sem var kona siðavönd og leið ekki að menn
brúkuðu á bæ hennar „blóts- eða klámyrði né aðra ósvinnu“.
Og amma hans var ekki bara siðavönd, heldur líka römm að
afli, eins kemur fram í eftirfarandi sögu sem gerist í lok 18.
aldar:
Gunnhildur var eftirlát presti sínum, séra Ólafi á Ballará,
og umbar vel hans breyskleika, þá hann var við öl, en er af
honum leið, átaldi hún hann einslega, og tók hann því jafn-
an vel. Það var einhverju sinni, er hann kom að Skarði, svo
ölvaður, að hann datt þar í bæjardyrum, máttlaus og mál-
laus. Gunnhildur sat í baðstofu, og var henni frá því sagt.
Gekk hún þá til dyra og tók annarri hendi undir herðar
honum, en annarri undir knésbætumar og bar hann þannig
inn í húsrúm undir baðstofuloftinu. Séra Ólafur var ístru-
maður mikill og talinn 22 fjórðungar að þyngd og má af því
marka, hver afburðakvenmaður Gunnhildur var að kröftum. 2)
Þess má geta að 22 fjórðungar samsvara 109 kílóum. En vera
má að skilningur hennar á breyskleika Ólafs hafi átt rót að