Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 37
ÍHALDSSAMURBARDAGAKLERKUR
35
Mótstöðumenn þeirra feðga voru heldur ófélegur söfnuður, ef
marka má lýsingarnar í kaflanum „Taldir nokkrir mótstöðu-
menn séra Eggerts". Einn er þar „toginleitur og glaseygður,
drykkjumaður, illskiptinn við öl, brellinn og blíðmáll." Annar
var „einstaklega gáfnadaufur og skilningslítill". Fjendur séra
Eggerts fá misharða dóma eftir því hversu harðvítugir and-
stæðingar þeir voru. Einn sem hafði verið „um tíma í óvináttu
við séra Eggert", sleppur þannig ágætlega að kalla: „ljósleitur,
grannleitur, bereygður, tann- og fastmæltur, grannvaxinn, bar-
axlaður, nokkuð baulhryggjaður, bráðlyndur, harðlyndur, en
ekki langrækinn, blótvargur í meira lagi. Þótti hræsismaður“.6)
Fólkið sem tengt er eða skylt mótstöðumönnum Eggerts,
fær oft vægðarlausa umsögn. Hjónum einum lýsir Friðrik svo:
„hann var drykkfelldur, hún eyðslu- og kaffihít og tóbaksgíp-
ur“. Allt gekk á afturfótunum hjá þessum hjónum samkvæmt
frásögn Friðriks, og endaði á því að maðurinn dó og kom upp
kvittur um að honum hefði verið byrlað eitur:
Var hann þá krufinn hroðalega, nefnilega skorið út úr
báðum munnvikjum og tekið aftur eftir, brjóst og magáll af
honum, garnirnar og maginn látið í kút og spiritus hellt yfir
og sent til landlæknis, J. Hjaltalíns, og þaðan til læknis á
Akureyri. En sögn var, að einhver drykkjumaður, sem ekki
vissi um garnabaggann, hefði stolist í kútinn á Ieiðinni og
tekið teyg af honum. Datt málið niður, og varð hann af
fáum tregaður.7)
Svo staðfastur var Friðrik í heift sinni gegn mótstöðumönnum
þeirra feðga að hann varð því fegnastur þegar þeir dóu - eða
eins og hann orðar það sjálfur: „Eg þykist vera kunnugur og
fara með sannindi í sögnum mínum og því get ég ekki skilið
eða séð, að félaginu hafi orðið nokkur réttnefndur mannskaði í
fráfalli þeirra manna, en mörg veit ég dæmi til, að það mátti
heita landhreinsun að þeirra burtför“.8)