Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
Hrossakjöt og hortugt vinnufólk
Séra Friðrik Eggerz var staðfastur íhaldsmaður og reyndar í
ýmsu afturhaldsmaður, þ.e. hann vildi í sumu taka upp þann
skikk er tíðkast hafði á öldum áður. Hann var að vonum ekki
hrifinn af þeim áróðri fyrir hrossakjötsáti sem upplýstir menn
stóðu fyrir og miðaði að því að menn legðu sér hrossakjöt til
munns frekar en að veslast upp úr hungri. Einn höfuðtalsmað-
ur hrossakjötsátsins var Magnús Stephensen lögmaður. Um
hann segir séra Friðrik:
Um þær mundir sem lögmaður Magnús Stephensen bjó á
Hólmi, vildi hann innleiða almennt hrossakjötsát í landinu,
því breytingasýki og nýjungagirnd var mikil í honum. Varð
hann af hófleysu sinni og frekju, er hann brúkaði í að fá
nálega öllu gömlu breytt til nýrra hátta, hjá flestum löndum
sínum illa þokkaður, og varð þess vegna fyrir níðkveðskap.
Magnús gekk á undan öðrum með hrossakjötsátið og keypti
merhryssu til frálags af Gísla. Þá var kveðið:
Hrossætan á Hólmi býr,
hefir margt að sýsla.
Etur merar álmatýr,
út úr Laxholts-Gísla.9)
En hrossakjötsátið var þó ekki eins alvarlegt og versnandi
hegðun alþýðu manna, og það hafði nú verið skárra þegar
Magnús Ketilsson sýslumaður, afi Friðriks, réði sveitarbragn-
um á Skarðsströnd. „Fólk hafði yfir höfuð verið vel siðað,
hæglátt, auðmjúkt og undirgefið við alla sína yfirboðara, virt
og elskað prest sinn“.10) „Séra Eggert sagði og, að eins hefði
sveitarstjórn Magnúsar verið hin röggsamlegasta og besta, svo
að nálega hefði enginn á bæjum þorað að brúka læti, svik eða
hortugheit við húsbændur sína“.n)
Og eins og við mátti búast var þessi skelfilega hnignun
rakin til móðurbróður Friðriks, Skúla Magnússonar á Skarði: