Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 41

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 41
ÍHALDSSAMUR BARDAGAKLERKUR 39 Eggert sat í stofu sinni, nokkuð ölvaður. Matthías leitaði þangað, lauk upp stofudyrunum, var mjög svo hávær og gekk inn óboðinn. En áður en hann næði að heilsa, hafði séra Eggert gripið gamlan spansreyrsstokk, silfurbúinn ... Lét hann stokkinn ganga um Matthías og pískaði hann hátt og lágt, þar til stafurinn loksins rifnaði langs eftir og hrökk í sundur. En Matthías leitaði þegjandi undan út úr stofunni og grét. Kona séra Eggerts gladdi Matthías ríflega, svo honum varð hagur að hirtingunni, þó hann þættist lerkaður. En aldrei varð hann eftir það hávær í nærveru séra Eggerts.14’ Eins og fram kemur í þessari sögu var Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja hinn mildi andi heimilisins og reyndi hvað hún gat að bæta fyrir hinn bráða eiginmann sinn. Friðrik segir einnig frá því er Eggert barði bónda í Bjarneyjum fyrir að hafa sýnt ræktarleysi örvasa föður sínum og fyrir að hafa sýnt tregðu á landskuldargjaldi. Um þetta segir séra Friðrik: Um þesskonar vandlætingar af vænum mönnum var aldrei neitt talað á þeim dögum, meðan einhver hemill var hafður á fólki til að þekkja skyldur sínar. En á þessum verstu tímum, er yfir standa, þorir varla nokkur húsbóndi að berja hortugan strák. Það heitir ódæða.15) Faðir Friðriks, séra Eggert, hafði sínar ákveðnu hugmyndir um hlutverk sitt og ábyrgð, ekki síst gagnvart vinnufólkinu og kristilegri hegðun þess. Það kemur fram í frásögn af vinnu- konu hans og syni hennar, sem var á vist með móður sinni: Séra Eggert komst að því, að hann dró sig í rúm til hennar á nóttum, þá fólk var sofnað. Fór hann þá eina nótt, er allir voru í svefni, brá upp ljósi og sá soninn Helga hjá móður- inni, beran fyrir framan hana. Dugði þar engin bón. Séra Eggert barði Helga með kaðaltampi, svo lá við óhæfu, og setti þeim báðum hinar hörðustu skriftir fyrir hegðun þeirra og rak Helga strax að morgni í burt af bænum, og ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.