Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 46
44
BREIÐFIRÐINGUR
kinabörn. Og elsti sonur Eggerts og eftirlæti, Jón, giftist síðan
Kristínu Skúladóttur frá Skarði. Séra Friðrik segir frá því að í
brúðkaupsveislunni hafi þeim séra Eggert og Skúla eitthvað
borið á milli,
og komu svo harðar greinir í með þeim, að Skúli hrökk út
úr stofunni, en séra Eggert reið samdægurs um kvöldið út
að Ballará, og varð ei kærara með þeim eftir heldur en áður
hafði verið, og þótti þá báðum illt að ráðahagur hafði tekist. 21)
Jón Eggertsson hefur naumast verið öfundsverður af því að
standa á milli hinna stríðandi fylkinga og hann fær marga hnút-
una frá bróður sínum, sem kallar hann framgjaman, kerskinn,
einfaldan og drykkfeldan. Skúli Magnússon sýslumaður á
Skarði lést árið 1837 og árið eftir tók Kristján sonur hans við
embættinu. Kristján mun hafa þótt hressilegur og verið
prýðilega vinsæll af Dalamönnum almennt. Jón Guðnason, er
gaf út endurminningar séra Eggerts, segir í formála að mörgum
muni hafa fallið betur hin hispurslausa kátína og fjör Kristjáns
Skúlasonar, en hin þunga alvara og djúphyggja séra Friðriks.
Kristján kammerráð á Skarði hefur verið galgopalegur í
ræðu og riti - hann skrifaði t.d. í bréfi til Jóns Sigurðssonar
forseta eftirfarandi:
Heyrðu blessaður, þú íslands endurlausnari, hrópaðu nú hátt
í blöðum Dana og láttu alla þjóðina sjá aðferð stjórnarinnar.
Skyldi gamli froskurinn Örsted ei geta sálast?22)
- en Örsted þessi var innanríkisráðgjafi og enginn vinur
Islendinga. Það er í þessu ljósi sem skoða verður eftirfarandi
hneykslunarorð séra Friðriks:
Þá Kristján kom að Skarði, voru siðir manna hér í sveit
allareiðu orðnir illir, en með veru hans í þessari sveit, fóru
þeir þó jafnan versnandi. Það er hryllilegt að verða að skýra
frá, hversu óvandaður maður hann var ...23)