Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 47
ÍHALDSSAMUR BARDAGAKLERKUR
45
Og þar gat nú Friðrik klerkur tínt eitt og annað til:
Þegar hann benti til einhvers með indignation (gremju), var
annað hvort að hann sagði: „Sko blessaða skepnuna“, eða:
„Sko djöfulinn.“ Prestana kallaði hann yfir höfuð hrúts-
hyrninga. Blótvargur var hann hinn mesti og fór með
nafngiftir og flimtingar, mannlast, raup og kjaftæði.24)
Það má með sanni segja um þá feðga Eggert og Friðrik og
Skarðsmenn, að allt varð þeim að deilum. Ein sú hlálegasta
snerist um verðlítinn fiskhjall í Bjarneyjum, sem Kristján
Skúlason taldi eign Skarðskirkju, en séra Eggert hafði nýtt, og
séra Friðrik segir að Eggert myndi hafa gefið Kristjáni ef Jón
Eggertsson hefði ekki staðið í veginum. Þegar þær deilur
höfðu staðið um nokkurn tíma var ákveðinn sáttafundur í
Hrappsey 31. október 1840. Séra Friðrik mætti fyrir föður
sinn og varð á undan Kristjáni til Hrappseyjar og var veitt
gisting í stofu hjá Þorvaldi Sívertsen.
En bráðum kom Kristján í stofuna og slóst með illindum
upp á Friðrik Eggerz og geisaði með hinum mestu hroða-
orðum um stofugólfið og kvaðst vera politi-meistari þar á
staðnum. Friðrik þagði í fyrstu, en spurði síðan Þorvald
með lágum rómi, hvort hann ekki vildi eða gæti látið sig
hafa frið í húsum hans, eða hvort hann, Friðrik, ætti að
reyna að útvega sér hann sjálfur. Þorvaldur gekk út og sagði
það stæði ekki í sínu valdi, þeir væru báðir velkomnir að
vera. Friðrik stökk þá upp og mælti: „Stríðið er erklærað“
[stríði er lýst yfir, aths. TRE], hljóp að Kristjáni, greip í öxl
hans og sagðist mundi berja á honum, nema hann héldi
kjafti eða færi strax úr stofunni, og þann kost tók hann.25)
Tveir fundir nægðu ekki til að koma á sáttum í málinu og var
málinu vísað til landslaga og réttargangs. Vitnaleiðslur urðu
margar og málið langvinnt. Árni Þorsteinsson sýslumaður
Snæfellinga dæmdi rnálið og hélt Eggert hjallinum, en Krist-