Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
jáni var dæmt hjallstæði. Málið hélt áfram í dómskerfinu eins
og flest deilumál Skarðverja og Ballarárfeðga, og tapaði
Kristján hjallstæðinu fyrir landsyfirréttinum, sem og í hæsta-
rétti. Hæstaréttardómurinn var kveðinn upp 1847 og hafði þá
málið staðið í sjö ár. En Kristján Skúlason var ekki af baki
dottinn og fékk sýslumanninn í Barðastrandasýslu til að út-
mæla sér hjallstæði við búð sína í Bjarneyjum, þrátt fyrir
niðurstöður hæstaréttar. Hófust nú deilur að nýju og mættust
fjandaflokkamir í Bjarneyjum sumarið 1848 og þar sakaði
Friðrik Kristján um að hafa rænt grjót- og torfefnum í hjalla-
gaflinn.
Engu að síður tókst að sætta þá frænduma, en það gerðist
eftir að Friðrik hafði fundið gamlan skipta-act eftir Eggert
Björnsson ríka á Skarði - og þar sá hann að Skarðshjallurinn
var skírlega talinn sem fylgjandi Skarðskirkju-ítakinu í
Bjarneyjum. En Friðrik bætir þó við: „Þó er aðgætandi, að
Bjarni Oddsson á Skarði hafði ranglega með fyrsta dregið
þetta ítak undir Skarðskirkju, meðan hann hafði Staðarhól að
léni af Marteini biskupi“ - og var þá kominn aftur á 16. öld!26)
Sálmasöngur og kajfi
Fastheldni þeirra Ballarárfeðga við foma siði hefur verið getið
sem og lítillar hrifningar á ýmsum þeim málum sem Magnús
Stephensen lögmaður beitti sér fyrir. Það var ekki bara hrossa-
kjötið, heldur líka sálmasöngurinn. Feðgamir vildu fá að
syngja sinn grallara í friði fyrir nýju sálmasöngbókinni. Séra
Friðrik segir að það hafi ekki endilega verið vegna skáld-
skaparlýta eða þess sem hann kallar óverðugt bull, heldur
fremur af því að Jesú Kristí guðdómur væri hvergi í henni
viðurkenndur. Fengu þeir feðgar athugasemdir frá prófasti, en
héldu sínum sið.
Eigandi hálfrar Dagverðamesskirkju, sem séra Eggert
þjónaði, hafði að sögn Friðriks, verið á Suðurlandi í vinfengi
við Stephaninga og eytt miklu af fé sínu í veislur og fordildar-