Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 49
ÍHALDSSAMURBARDAGAKLERKUR
47
legar skenkingar til þeirra og vildi ekkert þá hann kom aftur
að sunnan, utan nýjan móð og nýjan söng í Dagverðarness-
kirkju. Hafði hann vanið forsöngvarann og alla þá hann gat til
nýjunganna.
Friðrik segir forsöngvarann hafa verið einfaldan mann og
hefði hann eitt sinn komið að Ballará og kvartað yfir blóð-
uppgangi og leitað ráða við því. Séra Eggert, sem gat verið
meinlegur húmoristi, „sagði brjóstveikum mikið óhollt að
syngja í nýju sálmabókinni og af henni hefði blóðuppgang-
urinn orsakast, og skyldi hann reyna að kynna sér lög í grall-
aranum, og syngja hann og segja sér svo, hvemig færi.“ For-
söngvarinn kom aftur löngu síðar að Ballará, fann séra Eggert
og kvaðst hafa haft gott af ráðum hans. Kvaðst hann vera
búinn algerlega að sleppa bókinni og syngja á grallarann, en
aldrei gengi síðan blóðið upp úr sér, það væri margt undarlegt
er menn hefðu ekki vit á að taka eftir.27)
Eitt var það utan við hrossakjötsát og nýja sálma sem
Eggerti var illa við og það var óhófleg kaffidrykkja. Þar um
segir séra Friðrik:
Séra Eggert var mjög illa við kaffidrykkjur og vildi ekki
láta brúka það oftar en einu sinni á dag. Átti hann oft tal
um, að það væri heilsu- og efnaspillir. En hvort hann talaði
þar um fleira eða færra, eða þó hann tæki það minna úr
kaupstað til að hamla óhófsbrúkun á því, lenti allt við
sama, svo eftirlát sem kona hans var honum í öllu öðru,
enda varð henni það til mæðu, og því voru kaffiskjóður
sendar til hennar frá vinkonum úr öllum áttum, og gerði það
miklu meiri útdrátt úr búinu en að kaupa það svo mikið á
sumrin að það dygði, sem ég þó held að aldrei hafi orðið. ...
Séra Eggert vildi, að kona sín hefði það nóg og drykki það,
þegar hana lysti. Sjálfur drakk hann það tvisvar á dag, en
henni nægði ekki nema allir á bænum fengi það, þó tíu
sinnum væri það heitt á degi fyrir gesti. Hún vann það á, ég
veit ekki með hverju lagi, við mann sinn, er hafði
andstyggð á kaffídrykkjum, að loksins drakk hann það hjá