Breiðfirðingur - 01.04.1996, Blaðsíða 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
henni, alltjend þá með það var farið. Dætur Magnúsar
Ketilssonar voru um of gefnar fyrir kaffi, en sæll er á sem
ekki áfellir sig fyrir það, sem ...2X)
Hér kemur eyða og síðan tilvitnun í Biblíuna. Engum orðum
er getið að því hvort Eggert hafi verið álíka spar í vínkaupun-
um, en ótæpilegum drykkjuskap hans lýsir Friðrik á kurteis-
legan máta: „Aldrei varð séra Eggert svo drukkinn, að hann
slagaði eða drafaði, fengi slag eða talaði af greindarleysi.
Kristján sýslumaður lét oft á sér heyra, að séra Eggert talaði af
meiri greind drukkinn upp úr svefninum en sonur hans Jón
réttgáður og vakandi ,..“29)
Ballarárfeðgar voru báðir brynjaðir gegn útspilunarseminni,
og þegar Friðrik hóf sinn búskap var þar allt undir merkjum
forsjálni og aðgæslu:
Hann hafði þar engin hlunnindi, ærnar voru um tuttugu, og
ekki urðu haldnar nema þrjár kýrnar. Kaupstaðarvörur hans
náðu ekki 30 ríkisdölum, en hann safnaði ekki skuldum og
vildi heldur ganga margs á mis, því skuldir áleit hann fyrst
og seinast að gjörðu mann ófrjálsan. Að taka lán og borga
ekki væri óguðlegra háttur, stórhöfðingja og danskra móður
og svik, og með þeim hleður fjöldi mann upp í þau skörð í
megun sinni, sem þeir gjöra með óþrifnaði, óspilun, óregl-
um, ofsvefni, leti, munaðarlífi og stássi, með því að allur
fjöldi manna hefur ei verksvit.30*
A einum stað víkur Friðrik að meintri vinnuhörku sinni er hann
bjó að Búðardal á Skarðsströnd:
Af því Friðrik þurfti ekki á fleira fólki að halda en einum
vinnupilti og tveimur stúlkum fyrir utan smalastrákana ...
gilti hann einu, hvað aðrir rauluðu um ánauð, erfiði og fóta-
ferð í Búðardal, því regla var þar að rísa kl. 4 á morgnana,
þá endurgalt hann þann orðróm með því að aumka sveit-
unga sína yfirhöfuð fyrir svefnsýki og ónytjungsskap, og að