Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 51
ÍHALDSSAMUR BARDAGAKLERKUR
49
engin líkindi væru til, að þeir kæmust af með jafn ónýtu
fólki, er væri á öllum bæjum. Hann kvaðst ei vilja taka
þeirra bestu vinnumenn fyrir matvinnunga; hvar sem farið
væri um sveitina, gætu ekki þeir höfðingjar vaknað eða
skriðið úr bólinu, fyrr en búið væri að bera þeim kaffi á
sængina. Svo þegar þeir væru hálfsofandi komnir út, gengju
sendiferðir með skyraska til þeirra um túnið. A daginn lægi
hver góðan tíma sofandi hjá orfi sínu, og einn og hálfan
tíma þyrftu þeir til að éta og drekka kaffi og snúast um
bæjarhlöðin. Svoddan andstyggðum sagði Friðrik, að ekki
væri matur gefandi; og var bæði að hann falaði ekki fólk frá
öðrum, enda hefði enginn til hans farið, og því þótti furðu
sæta að hjú urðu ætíð nóg í Búðardal.311
Fljótlyndur og reiðigjarn
Friðrik Eggerz var að sönnu dómharður maður, en hitt var
óvenjulegra að þar var hann sjálfur ekki alltaf undanskilinn.
Ræðir hann í löngu máli hversu ódæll hann hafi verið sem
barn og segir að lokum þar um:
Óaðgæsla Friðriks, áræði og slysni var hvað öðru sam-
boðið, til þess að hann varð tvítugur. Með leir- og glertau
mátti hann ekki fara, allt braut hann það af fljótfæmi, báða
vöðva í höndum sínum þverskar hann og marga fleiri
slysaskurði. Af öllu þessu er auðráðið, að engin var von til
að foreldrum hans þætti vænt um hann. Að auki var hann
fljótlyndur og reiðigjarn.321
Eins er það í kafla sem hann skrifar unr Arndísi konu sína
látna, að honum verður tíðrætt um ágæti hennar umfram
sjálfan sig. Þar segir til dæmis:
Hún var staðföst, trygglynd, umhyggjusöm, skemmtin, glað-