Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 55
ÍHALDSSAMURBARDAOAKLERKUR
53
Lokaorð þessarar greinar eru úr bréfi sem Friðrik Eggerz
ritaði Magnúsi Gíslasyni sýslumanni árið 1863, en þar kvart-
aði hann yfir íslenskum valdsmönnum og litlum áhuga þeirra
á litlum og fallvöltum gæðum föðurlandsins, „ - enginn af
hinum forsjálu landshöfðingjum vill nú eiga eða eftir skilja
börnum sínum svo stóran fasteignarblett í landinu, að fugl geti
á hann skitið ...“.40, Kannski er þetta tómt svartagallsraus, en
eftirfarandi línur sýna tilþrif í stíl sem ekki voru á færi margra
samtímamanna þessa stífsinna klerks:
Hvað ertu þá að undrast yfir, að þeir sem verða að hafa
viðbjóð á því jarðneska á voru landi, íslandi, taki sér ekki
nærri, þó að fjárkláði, ósamheldni, munaðarlífi, læknaleysi,
óhagfelldir skólar, vitlaust jarðamat, óholl stjóm og stjórn-
leysi etc. eyði landið. Við deyjum og þúfur verða hlaðnar
að leiðum okkar, þeir deyja líka og legsteinar og minnis-
varðar verða þar reistir, landið hirðir leifarnar, svo koma
hundar óboðnir og míga til skiptis upp í þúfurnar og
minnisvarðana og stimpla jafnt allra minningu. 4I)
Heimildir:
Friðrik Eggerz: Úr fylgsnum fyrri aldar I-II, Rvk. 1950 og 1952
Þorsteinn Þorsteinsson: Ævisaga Magnúsar Ketilssonar, Rvk. 1935
Páll Eggert Ólason: íslenskar æviskrár II, Rvk. 1949
Lúðvík Kristjánsson: Vestlendingar I-III, Rvk. 1953, 1955 og 1960
Sigurður Nordal: Þjóðsagnabókin I-III. Rvk. 1971-73.
Tilvísanir:
1) Úr fylgsnum fyrri aldar I, bls. 5
2) - , bls. 74-75
3) - , bls. 77
4) Ævisaga Magnúsar Ketilssonar, bls. 124
5) Úr fylgsnum fyrri aldar I, bls. 167
6) - , bls. 188
7) - , bls. 194
8) - ,bls. 331
9) - , bls. 200