Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 61
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
59
séð. Þar voru þráðbeinar bjarkir milli dökkgrænna furu- og
grenitrjáa. Reyniviðurinn teygði sig hátt og heggurinn skartaði
hvítum blómum, hlynur og álmur og margar fleiri trjátegundir
voru þar. Og nú sá ég í fyrsta skipti rauðu og hvítu bygging-
arnar milli hávaxinna trjánna. Mér þótti sem Tama væri baðað
sólskini en samt minnist ég þess að þennan dag var svolítil
úrkoma. Það hlýtur að hafa verið frú Bosson sem með vin-
semd sinni lét allt virðast skínandi bjart. Við drukkum kaffi
hjá rektor og síðan vísaði frúin okkur til herbergja okkar á
kvinnofrid (heimavist stúlkna). Ekki þótti okkur herbergið
mjög gott en útsýnið var svo fallegt að við gátum ekki verið
vanþakklátar.
Þegar við höfðum þvegið okkur og haft fataskipti fórum við
í skólann, þar átti að halda fyrirlestur. Ekki man ég um hvað
fyrirlesturinn var, en hann byrjaði með söng eins og ávallt, en
þessi söngur var um Island - því gleymi ég aldrei.
/ Tarna
Af minnisblöðum
Árið 1925 voru lýðháskólar á Norðurlöndum ekki samskólar,
nema í Askov í Danmörku, þ.e. piltar og stúlkur voru ekki
saman í skólum. í Tárna voru piltar á veturna en stúlkur á
sumrin. Skólabyggingarnar í Tárna voru ein 9 hús, auk gripa-
húsa. Fyrst var aðalskólahúsið, hvít stórbygging með áföstu
leikfimishúsi og íbúð skólastjóra. Þá vefstofa sem notuð var á
sumrin. Næst var íbúðarhús nemenda með matsal og eldhúsi
og bak við það lítið íbúðarhús ætlað nemendum. Þá var hús-
mæðraskóli fyrir 30 nemendur og bak við hann hús þar sem
kennd var meðferð mjólkur. Auk þessa var þvottahús og strau-
stofa í sér húsi. Loks var lítið hús þar sem nemendur hús-
mæðraskólans fengu að æfa sig í því að vera húsmæður, hirða
og stjórna litlu heimili. Þar höfðu þær eina kú að annast, svín
og grísi og hænsni sem þær áttu að gæta og ala upp.
í þessum skólum voru 130 nemendur og 12 kennarar.