Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 65
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
63
svo reist hér úti í haganum með söng og gleðileikum. Það var
afar gaman. Daginn eftir á Jónsmessu kom fjöldi fólks. Þá var
fyrst sunginn kórsöngur, þar var ég með, og síðan haldinn
fyrirlestur um heimilin og ungdóminn. Því næst var hljómleik-
ur og svo ræðuhöld og seinast söngur. Veitingar voru hér allan
daginn og svo endaði allt með leikjum.
í gær var líka hátíð. Þá komu líka gamlir Támalærisveinar
og meyjar. Þá var líka söngur, fyrirlestur og hljómleikur. Síðan
sameiginleg máltíð fyrir líklega 5-600 manns. Svo sameiginleg
kaffidrykkja og svo dans og leikir. Það var allt mjög hátfðlegt.
í dag hafa margir farið heim, en sumir í boð til prestsins
sem á afmæli. Þar er víst allt kennaraliðið og margir fleiri, um
150 manns er mér sagt. Nóg er til tilbreytingar hérna, en mað-
ur nýtur þess aldrei að öllu leyti eins og heima, þar sem maður
er útlendingur. Annars er hér indælt fólk.
77/ Kristjáns Hannessonar
Táma.
24. júní 1925.
Nú ert þú vonandi kominn heim og lokið prófum í bili. Góði
besti skrifaðu mér og segðu hvernig það hefur gengið allt. Ég
er nú alltaf að hugsa um framtíðina. Ég vona að ef þú vilt
halda áfram að það verði kleift þó ég ekki komi heim í haust.
Verst að þú mátt ekki fara í kaupavinnu, en ekki dugar nú að
allir fari að heiman. Reyndar veit ég ekki hve mikla peninga
ég muni þurfa, það verður mikið. Minnstu eyði ég lrklega hér,
en þó er ekki hægt að komast svo af að eyða ekki einhverju
auk skólagjalds. Fyrst eru bækur og handavinnuefni og svo
pappír undir bréf og margt smátt gerir eitt stórt. I gær fór ég
skemmtiferð til Sátersbrunna, það er 14 km héðan. Við fómm
margar í bíl og kostaði 1,25 kr. báðar leiðir. Það er ekki mikið,
en svo keyptum við okkur kaffi sem kostaði 60 aura og þætti
víst ekki mikið heima, en sænskir peningar eru dýrir, svo að
maður tekur minna eftir að það er ekki ódýrt svo sem virðist.
Bráðum fömm við í skemmtiferð til Vesturáss og sjóveg