Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
eftir Málaren. Ég hlakka mikið til, það verður áreiðanlega
gaman svo framarlega sem veðrið verður gott. Nú um hríð
hefur verið fremur kalt og nokkur stormur, ekki sólskin og
stundum rigning, en skógarnir skýla bæði fyrir stormi og
regni, svo maður tekur minna eftir þó veðrið sé vont.
Mér hafa nú dálítið brugðist vonir með Halldóru, sem er
með mér. Hún er svo mikið út úr, afleit í málinu og fylgist svo
lítið með. Hún er líka einráð og kærir sig ekki um að fylgja
settum reglum eftir því sem hér tíðkast. Það er nú kannski
ekki svo áberandi, en mér finnst það lakara, af því að það er
ekki lítill vandi að vera erlendis og kynna sig sem Islendinga.
Þar af er þjóðin dæmd.
Til Kristjáns Hannessonar
Táma.
14. júlí 1925.
Helsta fréttin sem ég get sagt þér og um leið sú nýjasta er það
að ég fór áðan að reyna á hjóli og datt kylliflöt og rispaði mig
alla á handleggnum. Ég hugsa að það verði fyrsta og síðasta
ferðin mín á hjóli.
Stelpurnar hér hafa séð myndina af þér hjá mér og víst einar
10 sem biðja kærlega að heilsa þér og segja að þú megir til að
koma bráðum til Svíþjóðar og heilsa upp á þær.
7)7 Ingibjargar Hannesdóttur
Tárna.
14. júlí 1925.
Nú er ég nýkomin úr skemmtiferð. Allt skólafólkið fór og
kennararnir líka. Fyrst var farið í bílum tveggja klukkustunda
ferð til Vesturáss, sem er nokkuð stór bær, stærri en Reykja-
vík. Þar var margt að sjá, stórar fagrar byggingar t.d. eldgamla
dómkirkju frá 1200. Við skoðuðum hana og allt það merkilega
í henni og það var mikið. Margar altaristöflur sem eru hrein
listaverk, minnismerki um merka menn og grafhvelfingar