Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
ina þegar við komum og náðum við heim á Tárna kl. 2 um
nóttina. Veðrið var alla leiðina indælt, en fyrri daginn var
dálítil rigning um eitt skeið. Maður lærir mikið í svona ferð
því að ekki vantar upplýsingar.
Ég er nýbúin að fá bréf frá Halldóru Bjarnadóttur og þar
segir hún mér að hún sé búin að sækja um verustað fyrir mig í
haust í Gautaborg. Það er skóli fyrir bæklað fólk og mikil
handavinnukennsla þar. Hún hefur fengið svar þaðan og ég má
koma 10. ágúst, en þarf að borga 3 kr. sænskar (4,50 kr. ísl.) á
dag. Það þykir mér dýrt og auk þess ætlaði ég að að vera
lengur hér á Tárna. Rektor símaði fyrir mig til Gautaborgar og
fékk þar leyfi að ég mætti koma þegar ég vildi og vera bara
stuttan tíma. Rektorsfrúin símaði til Stokkhólms, því þar er
líka svoleiðis skóli, hvort ekki væri hægt að fá að vera þar
stuttan tíma líka og kynnast, hélt kannski að þar væri hægt að
komast að betri kjörum, en til þess þurfti skólaráðið að kalla
saman fund og það er enn ekki komið svar þaðan. Ef þetta
gengur allt vel fyrir sig verð ég líklega ekki hér nema til
ágústloka, þó er það ekki afráðið ennþá.
Skólastjórinn og hans frú eru alveg ágætis manneskjur. Þau
vilja svo gjarnan gera allt fyrir okkur sem þau geta, en þau
vilja nú heldur að ég sé lengur hér á Táma og ég held nú líka
að það sé ekki svo vitlaust því að maður getur nú lært
ýmislegt hér og ekki víst að það sé mikið meira annarsstaðar.
Hér er fremur ódýrt eða minnsta kosti hvergi ódýrara í
Svíþjóð og það verður maður nú alltaf að hugsa um líka.
Annars er þetta ekki fullráðið ennþá.
Til Kristjáns Hannessonar
Táma.
24. júlí 1925.
Ég þakka þér bréfið sem ég fékk nú fyrir skömmu, en mikið
varð ég örg þegar ég vissi að þú hafðir sent umsóknina beina
leið til stjórnarráðsins. Hún átti nefnilega að ganga til skóla-
nefndar þó hún væri stíluð til stjórnarráðsins eins og allar um-