Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 69
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
67
sóknir um kennarastöður, en það hefur víst verið mér að kenna
að ég hef ekki skrifað greinilega um það. En ég hugsaði að
bæði þú og pabbi vissuð um það. Nú hefi ég fengið bréf frá
Jóni Þórarinssyni þar sem hann er hissa að ég hefi sent þessa
umsókn án þess að geta um hvaða kennara ég hafi fengið fyrir
mig og án samþykkis skólanefndar.
Eg skrifa honum þessvegna nú með sömu ferð og þetta bréf
og skýri honum frá þessu og sömuleiðis hefi ég skrifað skóla-
nefnd og sagt henni frá því að vegna mistaka hafi umsóknin
verið send beint til stjórnarráðsins. Skólanefnd getur nefnilega
ekki sent sín skjöl til stjórnarráðsins úr því umsóknina vantar,
en ég vona að þetta komi ekki að gjaldi af því að ég hefi nú
skýrt hlutaðeigendum frá öllu saman, líka Sólveigu. Eg hefi
orðið að skrifa þrjú bréf fyrir þetta. Verst er bara að allt gengur
mikið seinna fyrir bragðið. Samt skaltu ekki halda að ég ásaki
þig neitt, ég hefði átt að skrifa skýrara, en þetta stendur allt í
fræðslulögunum. Eg bíð bara með óþreyju eftir svari frá
skólanefnd og stjórnarráði, því ef skólanefnd vill ekki Sól-
veigu verð ég að útvega aðra. Það er nú dálítið erfitt héðan, en
það verður að vera svo, bara að það verði ekki of seint.
Hér eru afskaplegir hitar, alltaf um 30 gráður á Celsíus og
þar yfir daglega. Maður verður kófsveittur þó maður vinni
lítið og sé bara í einum þunnum léreftskjól, enda segir fólkið
hér að það séu þeir mestu hitar sem komi hér. Það veitir ekki
af að baða sig þrisvar á dag og það gerir maður líka.
77/ Matthildar Hannesdóttur
Tárna.
24. júlí 1925.
Ég vildi svo gjarnan vera komin heim til ykkar á köflum, en
þið megið ekki halda samt að mér að neinu leyti leiðist, því
það hefi ég enn ekki fundið til síðan ég fór frá Islandi.
Ég er nú ekki enn komin í húsmæðraskólann og ætlaði það
þó, en mér finnst ég hafa haft gott af að vera í lýðskólanum.
Nú á laugardaginn er lýðskólinn búinn, það námskeið og þá