Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
þá var nú heldur sungið, því önnur spilar svo vel á píanó.
Píanó er víst á mörgum heimilum hér. Við urðum nú að fara
því það var beðið eftir okkur á hinum búgarðinum. Þar hafði
þessi dóttir sem ég þekki bara sérherbergi uppmublerað.
Mikið tóku hjónin vel á móti okkur. Við höfðum bara ekki
gott af öllum þeim ósköpum sem fram var borið. Kl. 7,30 um
kvöldið urðum við að fara, því þá gekk lestin. Við þurftum
ekki að vera að hafa fyrir að ganga, heldur keyrðum við allt í
bíl og stelpurnar fjórar með syngjandi og trallandi. ísaksson,
svo heitir herragarðseigandinn, keyrði okkur og hann var svo
ágætur karl. Hann sagðist lesa dálítið um Island í blöðunum
með köflum. Við vorum heima aftur kl. 10 um kvöldið og
höfðum skemmt okkur alveg ljómandi.
Til Einbjargar Þorsteinsdóttur, móður Kristjönu
Tárna.
4. ágúst 1925.
Nú hugsa ég að ég verði í Gautaborg í haust. Ég hefi skrifað
þangað og fengið aftur mjög vingjarnlegt bréf og er boðin
hjartanlega velkomin bara þegar ég vil eftir 10. ágúst. Ég
þykist nú vera orðin mikið lærð að geta skrifað bréf til ókunn-
ugra merkismanna á sænsku, svo að það sé skammlítið og án
þess að fá hjálp hjá öðrum. Sænskutímarnir hjá Otteson hér
urðu nú ekki eins margir og til var ætlast í fyrstu. Hann hafði
oft gesti og ferðaðist burtu o. þ. h. svo síðan á Jónsmessu höf-
um við aldrei haft tíma og 4 stfla gerðum við. Það varð enda-
sleppt, en þetta gengur nú allt vel samt enn sem komið er.
Til Ingibjargar Hannesdóttur
Tárna.
16. ágúst 1925.
Við Halldóra höfum verið boðnar hér út á landsbyggðina nú í
tvo staði til skólasystra og þar var nú heldur tekið á móti
okkur, alveg eins og við værum skyldmenni. Svíar eru yfirleitt