Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 75

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 75
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND 73 til handanna. Auk þess hefi ég gengið í skólaheimilið og hlustað á kennslu í ýmsum greinum þar, sem getur komið sér vel er heim kemur. Síðan hef ég gengið gegnum öll verk- stæðin - prjónastofu, kjóla- og línsaum - karlmannafatasaum, skósmíðaverkstæði og trésmíðaverkstæði, ekki til að læra þar, en bara að kynnast fyrirkomulaginu. Síðan er ég nú í sjúkra- húsinu og geng þar með hjúkrunarkonunum og hjúkra. Þú skilur að það er ekki neitt til hlítar en bara til að kynnast, og það getur seinna orðið til nota. Það er mikið að sjá og fræðast um allt það sem mennirnir geta hjálpað þessum aumingjum - og mikið gaman að kynnast því. En allt kostar þetta peninga. A hjúkunarkvennaheimilinu, sem ég bý á, hef ég mjög fínt herbergi með einni systurinni og borga fyrir það og kvöldmat 2.00 kr. á dag. En síðan borða ég annan mat hér í „anstalten", og af því ég er svo lengi borga ég auðvitað fyrir mig, en veit ekki hve mikið það verður. En á hjúkrunarkvennaheimilinu er mjög þröngt, og ég vil ekki vera þar til óþæginda - frk. Lönneblad á betra skilið af mér en það. Þess vegna vil ég flytja þaðan E nóv. eða þegar ég hefi fengið peninga að heiman og nú eru allir mínir góðu vinir hér að reyna að útvega mér góðan stað í vetur. Ég get fengið að vera á barnaheimili, ef ég vil, og læra meðferð ung- barna - og búa frítt og hafa mat líka frítt í 3 mánuði, en ég hafði nú ekki ætlað mér það í byrjun. Ég ætla nefnilega að ganga í skóla hér og kynnast kennslufyrirkomulagi - en vildi fá stað þar sem ég gæti unnið seinni part dagsins, fyrir mat að einhverju leyti, en það er ekki svo þægilegt. Ég á samt vold- uga vini hér og er þess vegna vongóð. Við gerum okkur ann- ars ekki í hugarlund hve mikils virði það er hér - því hér er svo mikill stéttamunur, að ef maður á mikilsmetið fólk sem er manni hlynnt, þá er eins og allar leiðir opnist, samanborið við þá sem eru óþekktir. Ég vona þess vegna að allt gangi vel. Allar þessar eldri frökenar eru mér eins og bestu mæður. Síðan hefi ég kynnst einni norskri fröken sem ég má til að segja þér frá. Hún heitir Harriet Krebs, og er ég held 33 ára gömul. Hún er mjög lærð - háskólagengin bæði frá Osló og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.