Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 75
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
73
til handanna. Auk þess hefi ég gengið í skólaheimilið og
hlustað á kennslu í ýmsum greinum þar, sem getur komið sér
vel er heim kemur. Síðan hef ég gengið gegnum öll verk-
stæðin - prjónastofu, kjóla- og línsaum - karlmannafatasaum,
skósmíðaverkstæði og trésmíðaverkstæði, ekki til að læra þar,
en bara að kynnast fyrirkomulaginu. Síðan er ég nú í sjúkra-
húsinu og geng þar með hjúkrunarkonunum og hjúkra. Þú
skilur að það er ekki neitt til hlítar en bara til að kynnast, og
það getur seinna orðið til nota. Það er mikið að sjá og fræðast
um allt það sem mennirnir geta hjálpað þessum aumingjum -
og mikið gaman að kynnast því. En allt kostar þetta peninga.
A hjúkunarkvennaheimilinu, sem ég bý á, hef ég mjög fínt
herbergi með einni systurinni og borga fyrir það og kvöldmat
2.00 kr. á dag. En síðan borða ég annan mat hér í „anstalten",
og af því ég er svo lengi borga ég auðvitað fyrir mig, en veit
ekki hve mikið það verður.
En á hjúkrunarkvennaheimilinu er mjög þröngt, og ég vil
ekki vera þar til óþæginda - frk. Lönneblad á betra skilið af
mér en það. Þess vegna vil ég flytja þaðan E nóv. eða þegar
ég hefi fengið peninga að heiman og nú eru allir mínir góðu
vinir hér að reyna að útvega mér góðan stað í vetur. Ég get
fengið að vera á barnaheimili, ef ég vil, og læra meðferð ung-
barna - og búa frítt og hafa mat líka frítt í 3 mánuði, en ég
hafði nú ekki ætlað mér það í byrjun. Ég ætla nefnilega að
ganga í skóla hér og kynnast kennslufyrirkomulagi - en vildi
fá stað þar sem ég gæti unnið seinni part dagsins, fyrir mat að
einhverju leyti, en það er ekki svo þægilegt. Ég á samt vold-
uga vini hér og er þess vegna vongóð. Við gerum okkur ann-
ars ekki í hugarlund hve mikils virði það er hér - því hér er
svo mikill stéttamunur, að ef maður á mikilsmetið fólk sem er
manni hlynnt, þá er eins og allar leiðir opnist, samanborið við
þá sem eru óþekktir. Ég vona þess vegna að allt gangi vel.
Allar þessar eldri frökenar eru mér eins og bestu mæður.
Síðan hefi ég kynnst einni norskri fröken sem ég má til að
segja þér frá. Hún heitir Harriet Krebs, og er ég held 33 ára
gömul. Hún er mjög lærð - háskólagengin bæði frá Osló og