Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 77
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
75
að heyra í blöðunum um ferð hans. Annars hefi ég þýtt laus-
lega það sem blöðin hér segja um hann og sent pabba það.
Það er svoleiðis hátíð að hitta landa og daginn eftir að hann
fór langaði mig reglulega heim, en það var bara einn dag og
þú þarft ekki að halda að mér leiðist vitund. Eg á marga kunn-
ingja hér í borginni, en þó eina stúlku sem er best. Hún er
norsk og ég held að ég hafi sagt þér frá henni. Hún heldur
fyrirlestra í listasögu og kennir ensku, þýsku og öll möguleg
tungumál. Hún kennir mér dálítið þýsku og ég henni íslensku í
staðinn. Hún er „antroposof‘ - (það er guðspekingur, en þó
viðurkennir hún ekki allt sem guðspekingarnir annars kenna).
Hana langar mikið til að heilsa upp á Island og ég vona að hún
geri það einhvern tíma. Hún hefur boðið mér til Noregs um
jólin, en ég veit ekki hvort ég get þegið það, vegna þess að
bæði er nú svo dýrt að ferðast og ég get helst ekki þegið að
hún borgi langar ferðir milli landa, þó hún meini það nú auð-
vitað, en svo er annað og það er að ég verð víst bundin við
barnaheimilið. Ég ætla nefnilega að flytja burt frá þessu
heimili á morgun og til nokkurskonar fæðingarstofnunar, sem
heitir Gullbergsbrohemmet. Þar eru víst um 100 eða fleiri
börn nýfædd og mæður með sumum og þar er námskeið í
meðferð ungbarna, sem stendur í 6 mánuði. Nú verð ég á
þessu námskeiði í 3 mánuði í desember, janúar og febrúar og
borga ekkert fyrir mig - allt er þar frítt. Ég komst að þessum
kjörum vegna þess að ég á góða vini hér sem hjálpa mér og
sjálf hefi ég dálítið kynnst forstöðukonunni og felli mig mjög
vel við hana. Ég verð nefnilega að vinna fyrir mér um tíma til
að spara og þá er nú ekkert eins gott og einmitt að geta lært
jafnframt. Þennan mánuð, nóvember, hefi ég gengið í barna-
skóla, handavinnuskóla, húsmæðraskóla og kennaraskóla hér í
borginni og séð og kynnst miklu, sem ég áður þekkti aðeins af
afspum. Ég hefi búið hjá 4 kennslukonum sem eiga lítið,
fallegt heimili í útjaðri borgarinnar og unað vel þar. Síðan hefi
ég oft verið á systraheimilinu sem ég bjó á í 6 vikur og á þar
alltaf góðu að mæta.
Eftir þessa 3 mánuði ætla ég að yfirgefa Svíþjóð og halda