Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 81
79
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
ætlaði nú eiginlega þá strax til Ósló, en vegna þess að ég hafði
ekki þá fengið svar frá þeim stað sem ég hafði skrifað til hér í
Ósló, um bústað - vildi frk. Krebs - föðursystir Harrietar -
endilega að ég biði á Dyne þangað til hún færi til Ósló, og þá
skyldi ég bara búa hjá henni. Mér þótti þetta auðvitað ágætt og
þáði þetta boð með þökkum. Eg vann ekki viðvik, annað en
las dálítið á kvöldin fyrir gömlu konuna, og svo 29. jan.
lögðum við af stað frá Dyne. Veðrið var gott, en nokkuð kalt.
Við urðum að aka í sleða til Svinesund, sem skilur Noreg og
Svíþjóð, því svo hált var að ekki voru tiltök að nota bfl. Ég
hafði aldrei farið í sleða fyrr og þótti mjög gaman. Við þutum
á fleygiferð, gegnum skóga og akurlendi og eftir 2 1/2 tíma
vorum við komin til Svinesund. En rétt sem við komum niður
að sjónum var þar svellbunga og sleðinn rann til - hesturinn
varð hræddur og hljóp í hring og sleðinn valt um koll, og við
lágum þar langflatar á svellinu með fæturna fasta í feldinum.
Eftir stund stóðum við þó á fætur og ég hló þangað til mér
varð heitt - því kalt var að aka. Við vorum síðan fluttar á bát
yfir sundið og þaðan fengum við hest og sleða til járnbrautar-
stöðvarinnar. Við komumst þangað í tæka tíð, en frk. Krebs
var þá svo kalt að hún varð að taka inn kamfórudropa. Svo
komumst við klakklaust inn í lestina og eftir 5 tíma vorum við
í Ósló. Við náðum í bflstjóra og bfl, og komumst með hans
hjálp alla leið hingað í Bygdö Allé 13 og upp á 5. hæð - að
segja bflstjórinn gat ekki komið bflnum lengra en að dyrunum,
en sjálfur þrammaði hann með alla okkar pinkla og poka,
töskur og öskjur alla leið upp. Þú skalt vita að það er gaman
að búa hér hátt uppi, og svo er svo indælt útsýni yfir
Kristjaníufjörðinn. Reyndar er nú oftast þoka yfir bænum, en
þegar ekki er reykur eða þoka, er alveg hrífandi fallegt. Þetta
er líka við fínustu götuna rétt hjá konungshöllinni. Það er
„Oslós Eastend" þar sem kóngurinn býr - auðmenn og aðall.
Jæja, hvað um það. Ég hefi verið hér og athugað skólana í
nærri 3 vikur og býst við að verða til mánaðamóta, en þá
hugsa ég að ég fari til Danmerkur og dvelji marsmánuð við
skóla einn sem heitir Liselund - Slagelse á Sjálandi er bærinn