Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 83
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
81
járnbrautarferð frá Osló. Margt fleira mætti nú kannski skrifa
en tíminn og rúmið leyfir það ekki í bili.
Heimsóknir
Slitur af minnisblöðum
Við Guðrún höfðum samband og réðum að ég kæmi að heim-
sækja hana einn góðan veðurdag og það gerði ég. Hún bjó
utan við borgina - þar sem heitir Billingsstað - og er víst 20
mín. jámbrautarferð frá Osló. Ferðin gekk vel þangað. Það var
sólskin og gott veður og snjór yfir allt. Bústaður Guðrúnar var
nokkurn spöl frá brautarstöðinni, en allsstaðar voru merki við
veginn sem hægt var að rata eftir, annars voru skíðaför bæði á
veginum og þvers og kruss í allar áttir. Guðrún tók afar vel á
móti mér og var ég í góðu yfirlæti hjá henni, en um miðjan
dag eða eftir hádegið kom til hennar bróðir hennar, sem átti þá
heima á Siglufirði eða Seyðisfirði. Hann bað hana svo inni-
lega að koma með sér í bæinn til einhverra útréttinga sem
hann réði ekki við. Svo var hann lasinn og hún vildi að hann
færi til læknis, en maður Guðrúnar var í bænum í vinnu og
ekki von á honum heim fyrr en kl. 7 um kvöldið. Þá átti
Guðrún 2 litla drengi og hafði engan sem gat verið hjá þeim.
Það samdist því með okkur að ég ætlaði að gæta drengjanna
þar til hún kæmi aftur, sem hún hélt að ekki gæti orðið lengur
en 2 tímar. En þessir 2 tfmar urðu að 6 tímum og þá komu þau
hjónin bæði. Þá varð hún að framreiða mat og þegar því var
lokið var klukkan orðin nærri 9 um kvöldið. Ég varð því að
flýta mér til að ná í lestina, sem átti að fara klukkan rúmlega
9,30. Þá var komið myrkur, en tunglsljós var og snjóbirta.
Guðrún sagði:,, Þú hlýtur að rata því þú sérð alltaf ljósið á
stöðinni og svo ferðu bara eftir skíðaförunum."
Ég lagði svo af stað í stefnu á ljósið, en skíðaförunum var
ekki gott að treysta. Og tíminn leið og ég var alveg hissa hvað
þetta var langt, alltaf fannst mér ljósið vera jafnlangt frá. En
það voru svo sem fleiri ljós þarna sem hæglega var hægt að