Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 87
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
85
grönn, frekar stórskorin í andliti, ekki fríð, en með stór og
djúp skínandi fögur dökkbrún augu. Hún hafði fallegt grá-
sprengt hár og var á að giska um fertugt.
Hún leiddi mig til stofu þar sem stóð fallega búið matborð
skreytt með íslenska fánanum. Ég horfði á fánann þakklát og
hrifin, en hann minnti mig á það að líka ég var fulltrúi þjóðar
minnar á ókunnum stað. Það er einkennilegt hvað einn lítill
borðfáni getur glatt mann. Þegar við höfðum borðað settumst
við fyrir framan arininn og tókum tal saman.
Það var gott að sitja við eldinn og finna ylinn og birtuna
leika um sig, en það var ekki eingöngu ylurinn og birtan sem
frá eldinum lagði sem ég fann, heldur einnig hlýja og birta
sem streymdi frá þessari ókunnu konu, sem mér virtist nú ekki
lengur ókunn.
Umræðuefni skorti ekki. Frú Möller var ekki ókunnug á ís-
landi þótt hún ekki hefði komið þangað. Hún átti mikið og
fallegt bókasafn þar sem voru m.a. Heimskringla og íslend-
ingasögumar. Hún kunni sögurnar um Tyrkjaránið á Islandi og
vissi góð skil á Hallgrími Péturssyni og Passíusálmunum. Við
töluðum líka um þjóðsögurnar, fyrirburði og margt fleira. Ég
sagði henni meira að segja sögukorn á íslensku og hún skildi
það vel þótt hún talaði ekki íslensku sjálf. En hún hafði m.a.
þann starfa að lesa íslensku blöðin - Tímann, Morgunblaðið
o. fl. - og þýða úr þeim til að setja í norsk blöð, svo hún var
mjög kunnug íslenskum málum. Hún hélt mikið upp á Sigurð
Nordal og þekkti hann vel frá því að hann var eitt ár prófessor
við Óslóarháskóla. Hún var líka gagnmenntuð kona og fjöl-
fróð og kannski hefur það verið vegna þessa alls sem ég naut
þess svo vel að vera gestur hennar þennan dag.
Dagurinn leið fljótt og áður en ég vissi af var klukkan orðin
8 að kvöldi, en lestin átti að fara klukkan 8,30. Þegar ég kom
út og leit upp í stjörnubjartan himininn þóttist ég skilja hvers-
vegna frú Möller kaus að búa utan við skarkala borgarinnar,
því hér gæti maður séð dýrð í upphæðum og fundið frið á
jörðu. En þessi sunnudagur er mér ætíð minnisstæður og er
ein af þeim góðu stundum sem ég hef notið í félagsskap góðs