Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 89
NÁMSFERÐ UM NORÐURLÖND
87
skollitt hár. Augun voru blágrá, góðleg og greindarleg. Hann
var í bláum fötum með rauðröndótta færeyska húfu á höfðinu
og gékk á tréfæti. Með honum var sonur hans, stór og efnileg-
ur 14 ára gamall. Hann var í færeyskum þjóðbúningi, bláum
prjónuðum fötum með silfurhnöppum, rauðu útsaumuðu vesti,
sauðsvörtum sokkum og svörtum skóm með silfurspennu.
Við fyrstu sýn virtist mér Símun av Skarði vera nærri því
eins og sjálfbirgingslegur, ef svo mætti að orði kveða, en
dugnaðarlegur var hann þótt hann ekki væri nema einfættur og
einlægur undir eins og farið var að tala við hann.
Við komum nú heim til skólans, sem stendur skammt fyrir
utan bæinn í Þórshöfn. Það er ekki falleg timburbygging, bik-
uð svört með hvítum gluggum, byggt næstum eins og spila-
borg, en inni er húsið gott, ef ekki er slæmt veður, því að það
er bjart og sólríkt.
Frú Skarð tók á móti okkur í dyrunum. Hún var 50 ára
gömul þá um daginn, lág kona vexti og gildvaxin, rauðleit í
andliti en fríð með mikið silfurgrátt hár sett í hnút í hnakkan-
um. Hún var í ljósri treyju og dökku pilsi með litla hvíta
svuntu með hekluðu milliverki að neðan. Hún hafði móleit
augu og var mjög vingjamleg. Hún hafði tilreitt te og brauð og
svo vísaði hún mér á herbergið mitt. Það vissi í suður móti
sólinni og var bjart og vistlegt, með röndóttu veggfóðri og
heimaofnum gluggatjöldum. Þar var stórt hvítt trérúm upp-
búið, hvítmálað þvottaborð, lítill svartur járnofn og brúnt
lakkað borð undir glugganum. Á því var hvítur Ijósadúkur og
blómsturvasi. En til hliðar var málaður opinn bókaskápur með
5 hillum fullum af bókum. Um hann fannst mér vænst, enda
saknaði ég ekki bóka þann tíma sem ég dvaldi í Færeyjum.
Og nú var ég þá komin til Færeyja, þess lands sem er næst
okkur íslendingum og að svo miklu leyti líkt að maður finnur
ekki til þess að maður sé kominn úr landi. Mér fannst líkast
sem ég væri á Vestfjörðum því eyjamar eru hálendar og fjöllin
líkt og þar. Kannski ögn lægri en þau eru grasi gróin og lyngi.
Undirlendi er lítið, aðeins litlir dalir upp frá fjörðum og víkum.