Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 97
GÓÐI MAÐURINN ÞÓRÐUR
95
mælin: „Orðsökin var og tilefnið, að hann hafði borið banatil-
ræðishögg af bróður sínum, bar undir höggið en sló öngvan“
eru svo nákvæm, að ólíklegt er að þau hafi gengið í lengi
munnmælum en líklegra er að þar sé tilvitnun í eitthvert rit
sem hefði verið sett saman um líkt leyti og atburðir gerðust.
Það er Ijóst af því sem segir í tilvitnuðum annálum, að af-
taka Þórðar hefur mælst illa fyrir. Sem afleiðing af henni er
eðlilegast að skilja klausuna í Flateyjarannál við árið 1385:
„þröngður með mannagangi Guðmundur og Ormur á þingi.“
Öll tvímæli tekur þó af, að bein Þórðar skyldu flutt í Stafholt
að ráði kirkjunnar manna og hann skyldi talinn helgur, því að
þeir sem teknir voru af lífi fengu ekki leg í kirkjugarði. Einnig
er í annálum talað um ill örlög þeirra manna sem að aftöku
hans stóðu, en ekki er talin ástæða til að rekja það hér,6 en
mögulegt er að þar hafi menn þóst sjá teikn um helgi Þórðar.
Krosshólar þar sem aftakan fór fram eru, eins og Jón lærði
segir réttilega, í landi Skerðingsstaða. Um þá jörð segir 1703:
„Kirkjujörð frá Hvammskirkju. Meint til foma af heimalandi
staðarins.“7 Ekki er kunnugt um fleiri aftökur í Krosshólum,
en í umfjöllun um aftökuömefni segir Páll Sigurðsson:8
Þingstaður á þessum slóðum var á næstu grösum, þ. e. í
Hvammi. Sögn er einnig til um þingstað við Krosshóla, og
fyrir nokkrum árum töldu menn sig finna þar ummerki eftir
fornan dómhring, er verið var að ganga frá nýrri fjárrétt þar,
segir mér Einar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri, sem er
mjög vel kunnugur þarna. Að sjálfsögðu getur þar þó hafa
verið um annars konar mannvirki að ræða en dómhring.
Fleira hefur verið til skrifað um Þórð góða mann. Samkvæmt
handritaskrá sem Jón Ólafsson úr Grunnavík, skrifari Arna
Magnússonar handritasafnara, samdi sumarið 1730 um hand-
ritasafn hans var í handritinu AM. 670, 4to rit „Um góðu
mennina Bjarna og Þórð dýrlinga íslands.“ Ekki er kunnugt
um að Bjarni hafi verið dýrkaður og ekki ástæða til að fjalla
nánar um hann. Þetta rit Um góðu mennina var glatað er gerð