Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 103
SKÓLAHALD í NESHREPPI UTAN ENNIS
101
2. Nemendafjöldi og þróun byggðar
í lok síðustu aldar fjölgaði fólki í Neshreppi, þéttbýlið á Hellis-
sandi styrktist, þorpið þróaðist frá því að vera þurrabúðarþorp
í sjávarútvegsþorp. Um og eftir aldamótin fluttist margt fólk í
hreppinn úr Breiðafjarðareyjum og innsveitum Breiðafjarðar.
Margir menn frá þessum stöðum höfðu stundað útræði frá
Hellissandi á vertíðum. Þegar að því kom að þeir hugðust taka
sig upp og flytja búferlum, lá margra leið til Hellissands. I
hópi eyjamanna sem fluttust þangað voru margir dugnaðar- og
framfaramenn, þeir settu svip á byggðina og stóðu fyrir margs-
konar nýjungum. Eins manns skal þó sérstaklega getið en það
er Lárus Skúlason en hann var forvígismaður bamafræðslu á
Hellissandi.
Árið 1910 hafði bamaskóli verið starfræktur í tæp 30 ár. Sú
starfsemi var án efa aflvaki að framförum. Krakkamir sem
fengu fyrstu tilsögn í bóklegum fræðum hjá Lárusi Skúlasyni
upp úr 1880 voru í blóma lífsins. Llest bendir til þess að þáttur
skólalífsins hafi verið nokkuð stór í þeirri uppbyggingu og
fólksfjölgun sem síðan hélt áfram næstu árin. Kennarar sem
komu að skólanum hafa án efa flutt með sér hugmyndir um
betra mannlíf sem tengdist uppbyggingu og framförum á þeim
atvinnuvegum sem fyrir hendi voru í hreppum, sjávarútvegi
og landbúnaði.
Á tímabilinu frá 1910-1930 var sjósókn frá Hellissandi
stunduð á svipuðum bátum og víða annars staðar á Iandinu. Á
síðari hluta þessa tímabils voru vélar komnar í flest áraskipin.
Lrá Hellissandi er stutt á gjöful fiskimið og útgerðin gekk eftir
ástæðum vel. Þrjú verslunarfyrirtæki voru starfandi; Tang og
Riis, Sæmundarbúð og Proppéverslun.
Skyndilega urðu veðraskipti. Krepputímabilið upp úr 1930
kom mjög hart niður á byggðum eins og Hellissandi, sem allt
sitt átti undir því, að fiskafurðirnar seldust á erlendum mörk-
uðum. Verslunarfyrirtækin hættu rekstri. Þó önnur fyrirtæki
væru stofnuð, kaupfélag 1932 og hraðfrystihús 1942, tók
langan tíma að ná sörnu stöðu.