Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
Róðrar frá gömlu lendingunum á litlum trillum eða áraskip-
um tilheyrðu liðinni tíð. Aðstaða til hafnargerðar var erfið við
Hellissand. Reynt var að gera höfn í Krossavík skammt frá
þorpinu en þau hafnarmannvirki dugðu ekki til. A fjöru var
höfnin að mestu á þurru og sjósóknin því miðuð við sjávarföll.
Stærri fiskibátar, flutninga- og strandferðaskip gátu ekki kom-
ist inn í höfnina hvað þá lagst að bryggju. Bátar sem hægt var
að róa frá Krossavrk voru of litlir, duglegir sjómenn fluttu
burt, fólki í hreppnum fækkaði stöðugt.
Afleiðing kreppunnar var atvinnuleysi, unga fólkið settist
ekki lengur að í þorpinu, það flutti burt í leit að atvinnu. Auk
þess aftraði hafnleysið eðlilegri framför í sjávarútvegi.
Við svo búið mátti ekki standa, ef ekkert yrði að gert legðist
byggðin af. A almennum borgarafundi á Hellissandi 5. mars
1944 flutti Hjálmar Eliesarson formaður verkalýðsfélagsins
Aftureldingar (stofnað 1935) tillögu þess efnis að þing og
stjóm landsins hlutaðist til um að gerð yrði á næsta sumri
rannsókn á hafnarstæði í Rifsós á Snæfellsnesi. Tillagan var
samþykkt.
Heimamenn háðu ötula baráttu fyrir hafnargerðinni og
lögðust allir á eitt enda framtíð byggðarlagsins í húfi. Aki
Jakobsson þáverandi atvinnumálaráðherra flutti frumvarp á
Alþingi um landshöfn og fiskiðjuver ríkisins á Rifi á Snæfells-
nesi (1946, Nd. þingskjal 198). Frumvarpið fékkst ekki af-
greitt á þinginu.
Kristján J. Gunnarsson skólastjóri (1943-52) var oddviti
hreppsnefndar Neshrepps utan Ennis 1946-52. Hann tók
hafnarmálið upp á sína arma, ræddi við Ólaf Thors og bað
hann liðsinnis.
Frumvarp um landshöfn á Rifi var samþykkt 1951. Vinna
við höfnina hófst strax sumarið 1951 en höfnin varð fyrst not-
hæf haustið 1955. Fór þá íbúum strax að fjölga aftur í hreppn-
um.
Samgönguleysið á landi mun einnig hafa haft sitt að segja,
Hellissandur komst ekki í vegasamband fyrr en 1956, þá um
Utnesveg fyrir Jökul og svo um Enni 1963. Aður varð að