Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 107
SKÓLAHALD í NESHREPPI UTAN ENNIS
105
var mikil hreyfing á nemendafjölda framanaf. Nemendafjöld-
inn nær hámarki veturinn 1931-32, bömin voru 100. Eftir það
fækkar nemendum nokkuð. Á þessu tímabili virðist fylgnin
ekki mikil við íbúafjöldann. Þriðja tímabilið nær frá 1936-46,
böm voru á því tímabili prófskyld frá 7-14 ára. Á þessu
tímabili fækkaði nemendum jafnt og þétt eins og íbúunum.
Til að átta sig betur á þróuninni er forvitnilegt að skoða
meðaltal nemendafjölda í árgangi fyrir hvert tímabil. Á fyrsta
tímabilinu voru í hverjum árgangi að meðaltali 11,78 nem-
endur, öðm tímabilinu 14,63 nemendur, og því þriðja 12,10
nemendur. Þessar tölur gefa tilefni til að álykta sem svo að
fólk á barnseignaaldri hafi ekki flutt burt í miklum mæli,
heldur hafi yngra fólkið ekki sest að heldur orðið að leita út
fyrir byggðina þegar skólagöngu lauk þar sem engin ný
atvinnutækifæri buðust í þorpinu. Síðustu árin fækkar barns-
eignum þar sem fátt ungt fólk hefur sest að.
Þessi þróun íbúa- og nemendafjölda á Hellissandi sýnir vel
hve viðkvæm þessi sjávarþorp eru ef ekki er hægt að stunda
sjó eða sölutregða verður á aflanum. Þau standa og falla með
fiskinum. Meðan bátar voru litlir og hafnaraðstaða var frá
náttúrunnar hendi gekk allt vel, fbúum fjölgaði. Svo stækkuðu
bátarnir, náttúrulegu lendingarnar nægðu ekki lengur, þá leita
íbúarnir á aðra betri staði og íbúum fækkar stórlega. Þeim
fjölgar ekki aftur fyrr en ný og góð höfn hefur verið tekin í
notkun.
3. Námsgreinar og námsefni
í fræðslulögunum frá 1907 (2. gr.) er kveðið á um hvað hvert
barn átti að kunna 14 ára er það tók fullnaðarpróf. Ákvæðin
eru svohljóðandi:
Hvert barn fullra 14 ára, á að hafa lært:
1. að lesa móðurmálið skýrt og áheyrilega og geta sagt
munnlega frá því, er það les; það skal og geta gjört skrif-
lega grein fyrir efni, sem það þekkir vel, nokkum veginn