Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
ritvillulaust og mállýtalaust; það skal vita nokkuð um
merkustu menn vora, einkum þá er lifað hafa á síðustu
öldum, og kunna utanbókar nokkur íslenzk kvæði, helst
ættjarðarljóð og söguleg kvæði, og geta skýrt rjett frá
efni þeirra í óbundnu máli.
2. að skrifa læsilega og hreinlega snarhönd.
3. í kristnum fræðum það, sem heimtað er eða heimtað kann
að verða, að börnin kunni í þeirri grein til fermingar.
4. fjórar höfuðgreinar reiknings með heilum tölum og brot-
um og geta notað þær til þess að leysa úr auðveldum
dæmum, sem koma fyrir í daglegu lífi, meðal annars til
þess að reikna flatarmál og rúmmál einföldustu hluta;
það skal og vera leikið í því, að reikna með lágum tölum
í huganum.
5. að nota landabrjef; það skal og hafa nokkra þekkingu á
náttúru fslands og atvinnuvegum þjóðar vorrar, þekkja
legu helstu landa í Norðurálfunni og vita hvernig álfur
liggja á hnettinum.
6. nokkur einföld sönglög, einkum við íslenzk ættjarðar-
ljóð.
Auk þessa var hægt samkvæmt reglugjörð hvers skóla að fyrir-
skipa fræðslu í landafræði, sögu íslands, náttúrufræði og öðru
því sem þurfa þykir (3. gr.).8)
Með fræðslulögunum 1926 var hinum lögboðnu námsgrein-
um fjölgað, átthagafræði, náttúrufræði íslands auk dýra- og
heilsufræði bættust við og ennfremur var námsefni í landa-
fræði aukið. Um þetta segir svo í 2. gr.
Hvert bam 14 ára, á að hafa lært:
1.-5.. . .
6. að vera leikið í að nota landabrjef, hafa athugað átt-
hagana vandlega og fengið sem ljósasta þekkingu á
náttúru íslands og högum þjóðar vorrar; það skal og bera
skyn á legu og atvinnuvegi helstu landa í Evrópu, vita
hvemig álfur og höf liggja á hnettinum og hafa fengið