Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 113

Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 113
SKÓLAHALD 1 NESHREPPI UTAN ENNIS 111 Árið 1922 er farið að kenna teikningu. Kennarinn Jón Kr. Jónsson kenndi börnunum m.a. að mála þríhyrninga og að finna miðju með sirkli. Hann lét börnin einnig teikna fríhendis hluti sem hann stillti upp á kennarapúltið.l9) Eitthvað mun teiknikennslan hafa verið stopul til ársins 1930, hennar er þó getið í heimildum frá árunum 1922-30. Alltaf var stundaður söngur í skólanum og skólakórar voru starfandi flest árin; þó mikið væri sungið gekk ekki vel að hafa söngkennslu sem fastan lið á stundatöflu. Gamalt orgel var í skólanum en 1924 var keypt nýtt Ringkjöbing-orgel fyrir gjafafé.19) í gögnum frá 1924 koma fram áform um að taka upp leik- fimikennslu. Bauðst Kvenfélag Hellissands til að lána sam- komuhús sitt endurgjaldslaust undir leikfimina ef kennari feng- ist.20) Af framkvæmd varð ekki en málið var tekið upp aftur í bréfi 1932. Þá skrifaði Ingveldur Á. Sigmundsdóttir m.a. „Já hvemig verður það með leikfimina? Á þetta að verða eins og þegar ég byrjaði hjer á teikningu í barnaskólanum“. Síðar í sama bréfi segir: „svo varð teikningin lögskipuð, þá var allt gott, það þarf að lögskipa leikfimi ...“. Enn segir í sama bréfinu að kven- félagið hafi lánað samkomuhús sitt veturinn 1929-30 undir leik- fimikennslu til að hún kæmist á.2l) Leikfimikennslan varð þó ekki árviss liður á stundatöflu fyrr en 1946 en þá var flutt í nýtt kennsluhúsnæði. Fram að þeim tíma mun leikfimikennslan hafa farið fram í námskeiðsformi, glíma og frjálsar íþróttir voru meðal kennslugreina. Mun Ungmennafélagið „Reynir“ (stofnað 1934) hafa staðið að sumum námskeiðanna.22) Sundkennsla var tekin upp kringum 1940; voru börnin send á sundnámskeið á vorin að Reykholti í Borgarfirði, þar sem engin sundlaug var þá á Hellissandi. Þessu var brátt hætt og vorið 1945 hóf Kristján J. Gunnarsson skólastjóri (1943-52) sundkennslu í vatnsheldri strigalaug í Hraðfrystihúsi Hellis- sands. Var laug þessi u.þ.b. 3-4 m í þvermál. Kælivatn af vélum frystihússins, sem var sæmilega heitt, var notað í hana. Þegar börnin gátu orðið haldið sér á floti var farið með þau á tjamir sem sjór flæðir í, kallast þær Kópatjarnir (í Krossavík).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.