Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 113
SKÓLAHALD 1 NESHREPPI UTAN ENNIS
111
Árið 1922 er farið að kenna teikningu. Kennarinn Jón Kr.
Jónsson kenndi börnunum m.a. að mála þríhyrninga og að
finna miðju með sirkli. Hann lét börnin einnig teikna fríhendis
hluti sem hann stillti upp á kennarapúltið.l9) Eitthvað mun
teiknikennslan hafa verið stopul til ársins 1930, hennar er þó
getið í heimildum frá árunum 1922-30.
Alltaf var stundaður söngur í skólanum og skólakórar voru
starfandi flest árin; þó mikið væri sungið gekk ekki vel að
hafa söngkennslu sem fastan lið á stundatöflu. Gamalt orgel
var í skólanum en 1924 var keypt nýtt Ringkjöbing-orgel fyrir
gjafafé.19)
í gögnum frá 1924 koma fram áform um að taka upp leik-
fimikennslu. Bauðst Kvenfélag Hellissands til að lána sam-
komuhús sitt endurgjaldslaust undir leikfimina ef kennari feng-
ist.20) Af framkvæmd varð ekki en málið var tekið upp aftur í
bréfi 1932. Þá skrifaði Ingveldur Á. Sigmundsdóttir m.a. „Já
hvemig verður það með leikfimina? Á þetta að verða eins og
þegar ég byrjaði hjer á teikningu í barnaskólanum“. Síðar í sama
bréfi segir: „svo varð teikningin lögskipuð, þá var allt gott, það
þarf að lögskipa leikfimi ...“. Enn segir í sama bréfinu að kven-
félagið hafi lánað samkomuhús sitt veturinn 1929-30 undir leik-
fimikennslu til að hún kæmist á.2l) Leikfimikennslan varð þó
ekki árviss liður á stundatöflu fyrr en 1946 en þá var flutt í nýtt
kennsluhúsnæði. Fram að þeim tíma mun leikfimikennslan hafa
farið fram í námskeiðsformi, glíma og frjálsar íþróttir voru
meðal kennslugreina. Mun Ungmennafélagið „Reynir“ (stofnað
1934) hafa staðið að sumum námskeiðanna.22)
Sundkennsla var tekin upp kringum 1940; voru börnin send
á sundnámskeið á vorin að Reykholti í Borgarfirði, þar sem
engin sundlaug var þá á Hellissandi. Þessu var brátt hætt og
vorið 1945 hóf Kristján J. Gunnarsson skólastjóri (1943-52)
sundkennslu í vatnsheldri strigalaug í Hraðfrystihúsi Hellis-
sands. Var laug þessi u.þ.b. 3-4 m í þvermál. Kælivatn af
vélum frystihússins, sem var sæmilega heitt, var notað í hana.
Þegar börnin gátu orðið haldið sér á floti var farið með þau á
tjamir sem sjór flæðir í, kallast þær Kópatjarnir (í Krossavík).