Breiðfirðingur - 01.04.1996, Síða 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
Þar var sundkennslunni haldið áfram því börnin urðu að geta
synt ákveðna vegalengd til að ná prófi.23)
4. Kennsluáhöld
f þriðja kafla var rætt sérstaklega um kennslubækur, en hér
verður vikið að öðrum kennslugögnum, sem tilskilið var, sam-
kvæmt lögum frá 1908, að fastir skólar yrðu sér úti um. Sam-
kvæmt lögunum er ætlast til að skólinn eigi eftirtalin kennslu-
áhöld eða önnur jafngóð.
I. Við kristindómskennslu:
1. Julius Kronberg: 10 biblíumyndir (úr N.T.).
2. Frits Boeher: 1. Serie, 7 biblíusögumyndir.
3. Roms Kort yfir Palæstínu.
II. Við náttúrusögukennslu:
1. Alfred Jakobsen: 50 dýramyndir.
2. Eschner: 5 myndir af mannlegum líkama.
3. Poul Steffensen: 12 myndir af lífi alidýranna, ætlaðar
einkum til afnota við sýnikenslu (Anskuelsesunder-
visning).
4. Chr. Nielsen: 4 árstíðir.
III Við eðlisfræði:
a. Segulmagn: 1. Segulstál, 2. Segulnál, 3. Jámsvarf.
b. Rafmagn: 1. Glerstöng, 2. Eboinistöng, 3. Hyllimergs-
kúlur, 4. Galvansbikar, 5. Glóðarlampi, 6. Rafsegull,
7. Rafmagnsklukka, 8. Rafmagnshreyfivél.
c. Ljósfræði: 1. Þrístrent gler, 2. Stækkunargler, 3. Hol-
spegill.
d. Hiti: 1. Málmhringur með málmkúlu (útþensla), 2.
Kopar og járnstöng (mismunandi leiðsla), 3. Járnræma
og koparræma, hnoðaðar saman (mismunandi út-
þensla), 4. Spirituslampi.
e. Jafnvægi: 1. Vogarstöng, 2. Hjól.