Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 116
114
BREIÐFIRÐINGUR
IV Við landafræðikenslu:
1. íslandsuppdráttur eftir Þorvald Thoroddsen.
2. Jarðarlíkan nr. 28.
3. Norðurálfan eftir Christensen.
4. Aðrar heimsálfur eftir sama.
V. Við reikningskennslu:
1. Kúlurammi.
2. Meterstika.
3. Decimeterteningur (til að taka sundur).24)
Hvemig skyldi lögunum hafa verið framfylgt í Nesskóla-
héraði? Tafla á bls. 113 sýnir það glögglega. Fyrstu heimildir
sem til eru um kennsluáhöld eru frá árinu 1912. Þá voru til öll
kennsluáhöld sem áskilin voru í landafræði, í náttúrusöguna
vantaði eingöngu mynd af árstíðunum og kúlurammann í
reikninginn.25) Ekki er getið um áhöldin í kristinfræði fyrr en
1935 í lokaskýrslu Ingveldar Á. Sigmundsdóttur.25)
Eins og á töflunni sést vora til fleiri kennsluáhöld, svo sem
náttúrugripasafn, jurtamyndir, orgel, sönghefti, handavinnu-
áhöld o.fl. Þessi áhöld segja sína sögu eins og áður hefur kom-
ið fram en þau bera einnig gott vitni hinum ötula skólastjóra
Ingveldi Á. Sigmundsdóttur. Svo virðist sem hún hafi lagt
áherslu á að hagnýta í kennslu þau hjálpartæki sem kostur var
á. Þess má einnig geta að á starfstíma hennar óx úrval lestrar-
bóka mjög.
Eftir árið 1935 virðast öll þessi kennsluáhöld hverfa, hvort
sem þau hafa gengið úr sér á svipuðum tíma og ekki verið
endurnýjuð eða hitt að illa hefur verið um þau gengið. Fyrri
skýringin er þó sennilegri, því að í bréfi frá Hannesi
Péturssyni skólastjóra (1938-43) til fræðslumálastjóra, dags.
31.10. 1938, segir m.a. að skólinn geti ekki starfað vegna
fjármagnsskorts sveitarfélagsins, engin kol séu til, laun fáist
ekki greidd. Um kennsluáhöldin segir svo: „Þó einhverntíma
komi kol þá er skólinn svo illa staddur með kennslutæki að
einsdæmi er. í landafræði er aðeins til kort af Islandi og