Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 118
116
BREIÐFIRÐINGUR
man Andrea til að sérstakar skólareglur væru í gildi, né að
þeim bömum sem minna máttu sín væri hjálpað sérstaklega.
Skóladagurinn hófst á svipaðan hátt í skólatíð Jóhönnu
Vigfúsdóttur í upphafi þriðja áratugarins, nema hvað Faðir-
vorið hafði bæst við morgunstundina. Þegar henni var lokið
voru námsbækurnar teknar upp. Ef um lesgreinar var að ræða
voru bömin tekin upp hvert í sínu lagi og hlýtt yfir heima-
námsefnið, sem alltaf var töluvert. Skólaljóðin lærðu börnin
spjaldanna á milli; þau fengu viku til að læra kvæðin heima.
Þegar að því kom að þau áttu að skila þeim, voru þau tekin
upp eitt af öðru og látin flytja kvæðin upphátt. Stafsetningar-
kennslan fór þannig fram að kennarinn las texta upphátt og
börnin skrifuðu niður; torskilin orð voru útskýrð. Mikil
áhersla var lögð á stílagerð (ritgerð), fyrst í smáum stíl en svo
smá þyngdust æfingamar. Máttu börnin ýmist skrifa um sjálf-
valið efni eða ákveðið efni sem lagt var fyrir. Börnum sem
erfitt áttu með námið hjálpaði Ingveldur Á. Sigmundsdóttir
skólastjóri, ýmist í frímínútum ef færi gafst eða hún tók þau
heim til sín eftir skólatíma.
Skólareglur voru í föstum skorðum. Böm sem komu aðeins
of seint máttu ekki ganga í stofu meðan bænin var lesin. Ef
barn sveikst um í tíma fékk það engar frímínútur. Kæmi barn
ólesið í tíma, var það látið sitja eftir. Minniháttar prakkarastrik
voru afgreidd með vinsamlegum fortölum, ef meiri alvara var
á ferð var talað við foreldra.
Þegar Cýrus Danelíusson og Guðríður Þorkelsdóttir voru í
skólanum á fjórða áratugnum var hætt að rekja garnirnar úr
hverju barni í lesfögunum. Kennarinn útskýrði námsefnið,
börnunum var síðan sett fyrir en gengið var eftir því að þau
lærðu heima. í kennslustund var spurt út í bekkinn og svaraði
sá sem vissi. Blýanturinn hafði leyst af hólmi pennastöngina,
griffilinn og steinspjöldin. Ekki virðist neitt hafa verið gert
sérstaklega fyrir þá sem áttu erfitt með að læra. Enn var
skólareglunum fylgt fast eftir, t.d. fékk nemandi ekki að koma
í kennslustund ef hann var of seinn; hann varð ennfremur að
gera grein fyrir ástæðunni við upphaf næstu kennslustundar.