Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 120
118
BREIÐFIRÐINGUR
virðist gegnumgangandi einkenni tímabilsins vera vald kenn-
arans og miklar kröfur. Stuðningskennsla og skólareglur
virðast fylgja skólastjórunum.
6. Próf
í fræðslulögunum frá 1907 er kveðið á um að próf skuli haldin
árlega um kunnáttu bama í hverju skólahéraði. Skal kennarinn
halda prófið í viðurvist prófdómara sem skipaður er af yfir-
stjórn fræðslumála. Prófið skal halda að vorinu og ákveður
prófdómari í samráði við skóla eða fræðslunefnd stað og
stund. Öll börn á aldrinum 10-14 ára eru prófskyld (16. gr.),27)
I kjölfar fræðslulaganna eru settar árið 1908 reglur um
barnapróf. I þeim er greint frá hvernig prófa skuli í hverri
námsgrein, prófin eru munnleg. Próf 10-13 ára bama er nefnt
árspróf en 14 ára fullnaðarpróf (2. gr.). Prófendum er gert
skylt að gefa nemendum einkunnir fyrir frammistöðu í öllum
námsgreinum og er tölugildi þeirra eftirfarandi: ágætlega = 8,
ágætlega = 7, dável = 6, dável = = 5, vel = 4, vel -r = 3, lak-
lega = 2, illa = 1 (5. gr.). Til þess að nemandi standist fulln-
aðarpróf þarf hann að fá minnst 4 í aðaleinkunn (6. gr.).28)
I lok annars áratugarins fóru hugmyndir að berast erlendis
frá um nýjar prófaðferðir. Þær fólust í því að próf færu fram
skriflega og fylgdi prófinu ákveðinn einkunnamælikvarði.
Raddir um samræmingu prófa fyrir allt landið gerðust æ
háværari, þannig tók stjórn Kennarasambandsins málið fyrir á
fundi í mars 1923; þar var samþykkt svohljóðandi tillaga:
Stjórnin samþykkir að skora á fræðslumálastjóm landsins
að leggja á næsta vori fyrir alla kaupstaðaskóla og aðra
fasta skóla á landinu, sem hafa próf um sama leyti, sama
verkefni til prófs í reikningi og stafsetningu.29)
Kennarar við farskóla skyldu einnig eiga kost á að nota prófin.
Þetta varð ekki að veruleika fyrr en 1929 en þá var fyrsta
landsprófið haldið.29)