Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 124
122
BREIÐFIRÐINGUR
dóttur, dagsettu 8.1. 1930, til fræðslumálastjóra segir eftirfar-
andi um húsnæðismálin: „Og það get ég sagt yður að eigi
þessi skóli ekki að ganga niður á við aftur frá þessum vetri,
sem mér finnst Guð blessa svo ríkulega, þá verðið þið að láta
byggja í sumar álmu fyrir þriðju stofu og til leikfimi sem
aldrei hefur verið kennd og bæta þriðja kennaranum við, börn-
in eru 77“.
Bréf barst frá fræðslumálastjóra (dagsett 8.10. 1930) þar
sem hann fer þess á leit við Ingveldi að hún vekji athygli
skólanefndar á því að stækka þurfi skólahúsið ef þriðji
kennarinn bætist við.39) Ingveldur bar skólanefndinni skila-
boðin og voru undirtektir góðar. Fræðslumálastjóri fór þá fram
á, að skólanefndin sendi sér teikningu og lýsingu á skóla-
húsinu og tillögur skólastjóra og skólanefndar um breytingar,
kveðst hann ætla láta húsameistara gera teikningu.40’ Eitthvað
varð til þess að málið komst ekki í höfn, þrátt fyrir bréfa-
skriftir og sjálfsagt góðan ásetning allra aðila.
Árið 1931 lengdist skólaskyldan enn, böm voru gerð skóla-
skyld frá 8 ára aldri. Með fræðslulögunum 1936 urðu svo börn
skólaskyld 7-14 ára. Plássleysið háði skólastarfinu stöðugt
eftir að farið var að lengja skólaskylduna. í bréfi frá Hannesi
Péturssyni (31.10. 1938) til fræðslumálastjóra segir að ung-
lingaskólinn sé hafður í prívathúsum úti í bæ.41) I eftirtöldum
húsum var kennt: Gamla Tang og Riis húsinu, Stúkusal (þetta
hús varð síðar Kaupfélagshús, það brann 1982), Borgarholti
(nú Bárðarás 15). Einnig var leikfimi kennd annað veifið í
samkomuhúsi kvenfélagsins.41)
I apríl 1945 var loksins hafin bygging nýs skólahúss og var
flutt inn í það í janúar 1946.42) Þegar hér var komið hafði
nemendum í skólanum fækkað mjög mikið, þeir urðu flestir
100 á árunum 1937-39 en 1945-46 voru þeir rúmlega 50. Eftir
1943 var eingöngu kennt í gamla skólanum. Frá haustinu 1945
þar til í janúar var kennt í samkomuhúsinu, þar sem gamli
skólinn var rifinn svo hægt væri að nota efnið úr honum í
uppslátt nýja skólans, því fátækt sveitarfélagsins var mikil.42)
Nýi skólinn var steinsteyptur og mun stærri en gamli skól-