Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 130
Friðjón Þórðarson
Vernd Breiðafjarðar
Á öndverðu ári 1995 voru sett lög um vemd Breiðafjarðar,
1. nr. 54/1995. Frumvarpi til þeirra laga fylgdi löng og ítarleg
greinargerð (athugasemdir). Þar er margan fróðleik að finna,
sem gott er að kynna sér og hafa í huga, þegar um slík mál er
fjallað. Rétt þykir því að birta meginefni greinargerðar til
kynningar þessa máls í Breiðfirðingi. I henni segir svo:
Framvarp þetta um vernd Breiðafjarðar er samið að tilhlutan
Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra. Unnið hefur
verið að gerð þess í umhverfisráðuneytinu í samráði við full-
trúa þeirra sveitarfélaga er málið varðar. Frumvarpið var fyrst
lagt fram á 117. löggjafarþingi, en hlaut ekki afgreiðslu.
Frumvarpið er hér endurflutt með nokkrum breytingum sem
gerðar voru með hliðsjón af umsögnum sem umhverfisnefnd
bárust og umræðum á Alþingi. Umsjón með upphaflegu frum-
varpsgerðinni var í höndum Jóns Gunnars Ottóssonar, þá
skrifstofustjóra í ráðuneytinu, en honum til aðstoðar voru
Ævar Petersen og Haukur Jóhannesson frá Náttúrufræðistofn-
un Islands, Gísli Gíslason landslagsarkitekt og Friðjón Þórðar-
son, fyrrverandi alþingismaður. Umsjón með endurskoðun
frumvarpsins var í höndum Birgis Hermannssonar, aðstoðar-
manns ráðherra, en honum til aðstoðar hafa verið embættis-
menn í umhverfisráðuneytinu, Þórunn Hafstein deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu, Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins
og Helgi Þorláksson sagnfræðingur.
Aðdragandi þess frumvarps sem hér liggur fyrir er að