Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 133
VERND BREIÐAFJ ARÐAR
131
almenningi aðgang að náttúru fjarðarins og sögu án þess
að spjöll hljótist af,
4. að stuðla að auknum rannsóknum á lífrfki og jarðfræði
Breiðafjarðar,
5. að renna styrkum stoðum undir eyjabúskap og aðra hefð-
bundna nýtingu hlunninda á Breiðafirði.
í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að í lögunum verði ein-
ungis almenn verndarákvæði sem gilda skuli um allt svæðið. í
reglugerð, sem sett verði á grundvelli laganna í samvinnu við
heimamenn, verði hins vegar kveðið nánar á um framkvæmd-
ina og reglur settar um þá þætti sem máli skipta. Lagt er til að
í Breiðafjarðarnefnd, sem verði ráðherra til ráðgjafar við fram-
kvæmd laganna og þar á meðal setningu reglugerða og ann-
arra ákvæða er lúta að vernd svæðisins, verði heimamenn með
þrjá af sex fulltrúum. Það er ljóst að taka verður tillit til
margra ólíkra sjónarmiða sem erfitt getur verið að samræma ef
vernda skal náttúru Breiðafjarðar og menningarminjar í firð-
inum og tryggja jafnframt blómlegar byggðir um ókomin ár.
Góður árangur af þeirri viðleitni næst ekki nema með skiln-
ingi og vilja heimamanna.
Langt er síðan umræða hófst um þörf fyrir sérstaka vernd
Breiðafjarðar. Alþingi ályktaði árið 1978, að tillögu Friðjóns
Þórðarsonar alþingismanns, „að skora á ríkisstjórn að stuðla
hið fyrsta að því, að hið fjölþætta lífríki Breiðafjarðar verði
kannað og verndað, eftir því sem þurfa þykir, í samráði við
heimamenn og náttúruvemdarsamtök“. I greinargerð með
tillögu til þessarar þingsályktunar er á það bent að fram hafi
komið hugmyndir um setningu sérstakra laga um vernd
Breiðafjarðar líkt og gilda um Mývatn og Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu. Jafnframt er tekið fram í greinargerðinni að
þótt bráður háski vofi ekki yfir Breiðafirði sé eðlilegt og
sjálfsagt að athuga þessi mál í tæka tíð og gera viðeigandi
ráðstafanir ef þurfa þykir. Náttúruverndarþing, náttúruverndar-
samtök heimamanna og fleiri hafa einnig ályktað um nauðsyn
þess að vernda náttúru Breiðafjarðar með einhverjum hætti og
hefur svæðið verið á náttúruminjaskrá síðan 1978.