Breiðfirðingur - 01.04.1996, Side 137
VERND BREIÐAFJARÐAR
135
þær kunni einnig að ganga nærri gróðri. Gróður fuglabyggð-
anna er frekar einhæfur, en hvergi grænkar eins fljótt á vorin og
þar. Fuglabyggðir, einkum lundabalar, haldast stundum grænar
allan veturinn. Stundum er þó of mikið af því góða, t.d. á
skarfaskerjum því hvítt drit bókstaflega þekur þau svo þau sjást
langt að. Skarfar, sem flytja sig upp í gróðursælar eyjar, hafa
aldrei verið aufúsugestir í augum eyjamanna, enda skilja þeir
eftir sviðna jörð. Bændur misstu því bæði slægjur á landrýrum
jörðum og æðarfuglinn sem forðast skarfabyggðir. Nú er hins
vegar ekki hver hólmi sleginn né fé haldið eins stíft að beit í
eyjum og fyrrum. Gróðurfarið hefur tekið stakkaskiptum í
kjölfarið. Þetta sést greinilega á hvönninni sem hefur þotið upp
víða og sauðfé er sólgið í. Þar má nefna hvannabreiðurnar í
Sandeyjum í Flateyjarlöndum og Sprókseyjum í Látralöndum.
Jarðvegur er annars grunnur í flestum Breiðafjarðareyja og
vatnsöflun víða torveld, einkum í þurrkasumrum og vetrar-
hörkum. Þær takmörkuðu mýrar sem eru í eyjunum eru sann-
kallaðar lífæðar því þar er helst neysluvatn að fá.
Fleira en fuglafjöld hefur hjálpað til að mynda og bæta
jarðveg. Þang- og þaraskógar eru geysimiklir um allan fjörð
og slitnar sífellt úr þeim og rekur á land þannig að hrannir
myndast í flóðfarinu. Á hverjum stórstraumi losna þessar
hrannir og rekur þær í löngum röstum um allan sjó, en þær
kastast einnig upp á land og rotna smám saman og mynda
jarðveg. Fyrrum var þang borið úr fjörum upp í matjurtagarða
og reyndist besti áburður sem hjálpaði til að bæta jarðveginn.
Undirlendi er fremur lítið umhverfis fjörðinn. Ströndin er
víðast aðeins mjó ræma sem rís allsnögglega inn til landsins í
300-500 m há fjöll. Jarðhiti er víða, einkum vestarlega í
Vestureyjum og Vatnsfirði, svo og á Reykjanesi í Reykhóla-
sveit. Merkilegar jarðmyndanir frá jarðfræðilegu sjónarmiði
eru margar á Breiðafirði. Þar má t.d. nefna bogadregna keilu-
ganga, basaltinnskot með fallegu stuðlabergi, flykruberg, gabbró-
innskot og berg úr hvítu anortósíti.