Breiðfirðingur - 01.04.1996, Page 139
VERND BREIÐAFJARÐAR
137
Aðeins hafa verið friðlýstar níu fornminjar í Breiðafjarðar-
eyjum og eingöngu í þremur þeirra, Svefneyjum, Hergilsey og
Flatey. Friðlýst var 1930 og byggðust friðlýsingamar á laus-
legum athugunum Kr. Kálunds og Sigurðar Vigfússonar á síð-
ari hluta 19. aldar. Ahugi þeirra var nánast eingöngu bundinn
við minjar sem tengja mætti íslendingasögum og Landnámu
og því mjög frábrugðin því mati sem nútímamenn leggja á
fornminjar. M.a. var friðlýst klausturrúst í Flatey sem á að
hafa verið sýnileg um 1840, en er nú horfin. Lítið er vitað um
ástand annarra fornminja á eyjunum, friðlýstra jafnt sem ann-
arra. Síðan 1930 hafa fornminjar í Breiðafirði ekki verið frið-
lýstar ef undan er skilinn Silfurgarðurinn frægi í Flatey sem
var friðlýstur 1975.
Fornminjaskráning er nauðsynlegur undanfari friðlýsinga.
Skráning fornminja lá að mestu niðri hér á landi á ámnum
1910-1980, er hún hófst að nýju. Stykkishólmshreppur kostaði
skráningu í hreppnum árið 1985 og voru þá skráðar fornminjar
í 11 eyjum. Gera verður gangskör að því að skrá fornminjar í
eyjunum sem gerst, hvort sem friðlýst verður meira eða minna
í framhaldi af því. Slík skráning getur orðið undirstaða fyrir
væntanlegar ákvarðanir og áætlanir Breiðafjarðarnefndar. Með
skráningu fornminja fæst mikið samanburðarefni úr öllum
eyjunum og eykur það stórlega á takmarkaða þekkingu okkar,
þó án uppgraftar verði sjaldan mikið fullyrt um fomminjar. í
framhaldi af skráningu kæmi svo friðlýsing hins merkasta
ásamt tryggilegri merkingu, en hún er helsta vörnin gegn því
að fornminjum sé eytt fyrir slysni eða vanþekkingu.
Ömefnum fylgir mikil menningarsaga og skráning þeirra er
auðsæilega varðveisla menningarsögulegra minja. Gera þarf
úttekt á skráningu örnefna í Breiðafirði hjá Ömefnastofnun og
safna þeim með skipulegum hætti.
Frá tímum landnáms á íslandi hefur Breiðafjörður ávallt
verið talinn með gjöfulustu svæðum landsins, oft nefndur
gullkista þjóðarinnar. Kemur þar margt til, svo sem fjölbreytt
og auðugt fugla- og dýralíf, miklar og góðar grasnytjar og
fjörubeit, tekja sölva og annarra þörunga og fengsæl fiskimið.